Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 50

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 50
vitni beint“. Þá er í 3. mgr. ákvæðisins gert ráð fyrir að dómari kynni vitni sakargögn er honum þykir henta. Því er ekki að neita að ákvæði 2. mgr. 59. gr. bendir til þess að sama hátt skuli hafa við yfirheyrslu sakbornings, enda óeðlilegt að hafa þar ólíkan hátt á. Ákvæðið gerir ráð fyrir því að það sé dóm- arinn sem skuli yfirheyra. Það er í samræmi við 6. mgr. 102. gr. eldri laga um meðferð opinberra mála, en þar sagði að þegar verjandi væri viðstaddur væri honum rétt að beina því til dómara að leggja spurningar fyrir þá sem skyldi prófa. Ég held að við samningu nýju laganna hafi mönnum hreinlega yfirsést þetta orðalag, ekki hafi verið ráð fyrir því gert þegar sækjandi mætir í þing- höldin að dómarinn haldi áfram að vera í sporum yfirheyranda, en gefi sækj- anda og verjanda kost á að spyrja „í gegnum sig“ ef svo má að orði komast, enda þekkist það hvergi á byggðu bóli, eftir því sem ég best veit. Öðru máli gegnir ef ákærði ver sig sjálfur. í þeim tilvikum er óeðlilegt að heimila ákærða að yfirheyra vitni, sbr. dóm Hæstaréttar 30. nóvember sl. nr. 263/1995, en þar segir: „Það athugast, að við skýrslugjöf í héraðsdómi 7. apríl 1995 var ákærða, sem flutti mál sitt sjálfur, heimilað að spyrja vitni beint. Ekki er gert ráð fyrir slíku í 2. mgr. 59. gr. laga nr. 19/1991. Hefði ákærði átt að beina spumingum sínum til dómara, sem hefði lagað þær og beint þeim til vitna“. Ég vona að við endurskoðun laganna um meðferð opinberra mála verði tekið af skarið um hvernig yfirheyrslur eiga að fara fram að forminu til, þótt auðvitað verði aldrei sett tæmandi ákvæði um það. Þótt ljóst sé að aldrei er hægt að steypa menn í sama mót hvað starfsaðferðir í réttarsalnum varðar, enda slrkt óframkvæmanlegt, er full nauðsyn á að skapa þar festu, þó ekki væri nema til þess að verjendur og sækjendur vissu til hvers er ætlast af þeim við meðferð málsins, hvort þeir eigi að hafa fmmkvæði eða þeim sé gefinn kostur á nokkmm spurningum að lokinni maraþonyfirheyrslu dómarans. Dómari sem er í þeirri stöðu að vera ekki leiðandi í yfirheyrslu sakbomings og vitna hlýtur að virka hlutlausari á þá sem fyrir dóminn koma, að minnsta kosti er það mín reynsla, sakborningar eru nefnilega hættir að segja: „í þessari ákæru þinni stendur...“, eða: „Hvað á þessi ákæra þín að þýða“? IV. í framangreindri grein í Juristen er meðal annars fjallað um umgengnishætti sækjanda, verjanda og dómara í dómsalnum. Þetta er skemmtilegasti hluti greinarinnar. Þar er meðal annars sagt að viss vandamál vakni, þegar svo stendur á að þessir aðilar þekkjast utan réttar, svo sem algengt er hér á landi. Bent er á að óæskilegt sé að verjandi og sækjandi fari að hafa það huggulegt í réttarsalnum, eða eins og Norðmenn segja „hygge sig“, verra sé þó ef dómarinn sé dreginn inn í þessi „huggulegheit“. Þótt hlutleysi dómarans sé kannski ekki í bráðri hættu sé ekki beinlínis æskilegt að þeir sem í réttarsalnum séu, t.d. pressan, fái það á tilftnninguna að menn séu staddir í einhveiju vinateiti. Dóms- mál séu dauðans alvara, og í sakamálum sé alltaf viss hætta á því að ákærði verði sakfelldur og honum refsað. Það sé ekki aðeins áhætta, í flestum tilvikum 44

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.