Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 59
og ef að líkum lætur þá styrkist sú sannfæring alla jafna eftir því sem meðferð máls miðar áfram. Á móti kemur að ákærandanum ber að sýna hlutlægni í starfi og að auki þá ber honum að líta svo á, að ákærður maður sé saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð að lögum, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 8. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, og 2. mgr. 6. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Hér vegast á tvenns konar skyldur ákærandans og mismunandi hagsmunir, annars vegar hagsmunir þjóðfélagsins og fólksins í landinu og frumskylda sækjandans og ákæruvaldsins alls að sjá til þess að sekur maður hljóti lögmælt viðurlög, og hins vegar hagsmunir hins ákærða og sjónarmið er varða mann- réttindi og ætlað er að standa vörð um réttindi sakbomings. Hlutlægnisskylda ákærandans leggur honum hins vegar eftirgreindar skyldur á herðar við meðferð opinbers máls fyrir dómi: (1) að leita ávallt sannleikans og draga ekkert undan, (2) að lýsa staðreyndum skilmerkilega, hlutlægt og án allra óþarfa málalenginga, (3) að greina lagaatriði stutt, ljóslega og hlutlægt, (4) að draga fram öll þau atriði, er máli kunna að skipta varðandi sakboming og hagi hans og (5) gæta jafnt að þeim atriðum sem virða má sakbomingi til málsbóta eða refsilækkunar og þeim sjónarmiðum er leitt geta til refsiþyngingar eða refsi- hækkunar.9 Þórður Bjömsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, orðaði það svo í erindi sem hann flutti á Dómsmálaþingi hinn 13. nóvember 1992, að sú skylda ákæmvaldsins að sýna hlutlægni í staríi leiddi til þess, að markmið þess væri ekki sakfelling ákærða, heldur væri hlutverk þess að sækja mann til sakar og viðurlaga að réttum lögum og samkvæmt jafnréttisreglum. Hlutverk sækjanda væri að auðvelda dómara að komast að réttri niðurstöðu í máli.10 Betur verður ekki að orði komist. 4.2 Helstu skyldur verjanda Skipuðum verjanda ákærðs manns ber engin skylda til þess að sýna hlutlægni í sínum störfum, líkt og gildir um ákæranda. Verjanda er þvert á móti ætlað að vera hlutdrægur og að draga taum sakbomings í máli. Hlutverk verjanda er nánar það að draga fram í máli allt það sem verða má skjólstæðingi hans til sýknu eða hagsbóta og að gæta réttar skjólstæðingsins í hvívetna, sbr. 1. mgr. 44. gr. oml. Verjanda er að sama skapi óheimilt að aðhafast eða segja nokkuð, sem skaðað getur skjólstæðing hans. Verjanda er þannig skylt að koma á framfæri þeim sönnunargögnum, sem eru sakborningi í hag, hvort heldur sem um er að ræða sýnileg sönnunargögn eða vitni og það kemur einnig í hans hlut að spyrja þau vitni sem leidd eru af hálfu ákæruvalds. Verjanda er ennfremur ætlað að draga fram í málflutningi sínum þau atriði sem veikja sönnunarfærslu ákæmvaldsins og þau atriði sem eru til þess fallin að milda dóm yfir skjólstæðingi hans, með það að markmiði að niðurstaða málsins verði sem hagstæðust fyrir skjólstæðinginn. 9 Sjá til hliðsjónar 2. mgr. 79. gr. eldri laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974. 10 Sjá Þórður Björnsson, „Hugleiðing um hið nýja sakamálaréttarfar", bls. 8. 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.