Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Síða 61
4.3 Vanræksla eða önnur glöp ákæranda eða verjanda við meðferð opin- bers máls Samkvæmt 161. gr. oml. getur það varðað ákæranda og verjanda sektum gerist þeir sekir um vanrækslu eða önnur glöp í undirbúningi eða flutningi opinbers máls fyrir Hæstarétti, þar með talið við meðferð máls fyrir héraðs- dómi. Telji Hæstiréttur galla vera á verki ákæranda eða verjanda, en þá ekki slfka að varða eigi sektum, getur rétturinn vítt hlutaðeigandi fyrir gallana, eftir því sem honum þykir ástæða til, sbr. 162. gr. oml.13 5. HLUTVERK ÁKÆRANDA OG VERJANDA VIÐ MEÐFERÐ OPIN- BERS MÁLS FYRIR HÉRAÐSDÓMI 5.1 Viðvera ákæranda sem skilyrði fyrir því að máli verði lokið Það er meginregla, að sæki ákærandi ekki þing í opinberu máli, þá verður málinu ekki lokið eða skýrslur teknar fyrir dómi, en dómari ákveður þá nýtt þinghald, sbr. 1. mgr. 123. gr. oml. Frá þessari meginreglu gildir sú undantekn- ing, að komi ákærði fyrir dóm og skilyrði eru til að ljúka máli samkvæmt 1. mgr. 124. gr. eða 125. gr. oml., þá getur dómari ákveðið að ljúka máli að ákær- andanum fjarstöddum, enda hafi ákærandinn þá mætt við þingfestingu málsins og ekki mótmælt að því yrði lokið með þeim hætti, sbr. 2. mgr. 123. gr. oml. 5.2 Þingfesting opinbers máls I 3. mgr. 129. gr. oml. segir, að aðalmeðferð hefjist með því að ákærandi gerir stuttlega grein fyrir ákæru og hvaða gögnum hún sé studd. Hér er um svo- nefndan forflutning að ræða, sambærilegan við forflutning í einkamálum, sbr. 2. mgr. 103. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. í framkvæmd hefur það tíðkast, að ákærandinn gerir grein fyrir ákærunni og þeim gögnum sem hún styðst við þegar við þingfestingu máls, hvort heldur sem málinu verður lokið sem játningar- eða útivistarmáli samkvæmt 124.-126. gr. oml. eða það sætir aðalmeðferð samkvæmt 128.-130. gr. laganna. 5.3 Mál sem ljúka má með viðurlagaákvörðun skv. 1. mgr. 124. gr. oml. í málum sem ljúka má með sektargerð dómara, svo nefndri viðurlagaákvörð- un samkvæmt 1. mgr. 124. gr. oml., felst hlutverk ákærandans í því að ákveða hvort gefa eigi sakborningi kost á að ljúka málinu með þeim hætti, að hann gangist undir sekt að viðlagðri vararefsingu og sæti að auki sviptingu ökuréttar eða upptöku eigna, allt eftir atvikum hverju sinni. Ákærandinn fer að þessu leyti og hvað varðar fjárhæð sektar og tímalengd sviptingar með forræði málsins með þeim fyrirvara, að dómarinn telji viðurlögin hæfileg. Hlutverk verjanda er við þessar aðstæður afar takmarkað og bundið við það eitt að gæta þess að réttur sé ekki brotinn á skjólstæðingi hans og ráða honum heilt er ákærandinn hefur sett fram boð sitt. 13 Sjá t.a.m. í þessu sambandi Hrd. 1980, bls. 1680, Hrd. 1981, bls. 41 og Hrd. 1994, bls. 461 og 1517. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.