Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 63
nr. 62/1994. Réttur ákæranda og verjanda til framlagningar gagna og vitna- leiðslna er þó ekki takmarkalaus, því dómari getur meinað ákæranda og ákærða eða verjanda hans, að leggja fram gögn í máli eða að leiða vitni, ef sú sönnunarfærsla er að mati dómarans sýnilega þarflaus til upplýsingar málsins, sbr. 4. mgr. 128. gr. oml. Aðalmeðferðin sjálf hefst með því, að ákærandinn gerir stuttlega grein fyrir ákærunni og þeim gögnum sem hún er studd, sbr. upphafsorð 3. mgr. 129. gr. oml. Því næst er tekin skýrsla af ákærða. í oml. er ekki mælt nánar fyrir um það hver skuli vera tilhögun þeirrar skýrslutöku eða hver skuli annast hana, sbr. þó 32. og 33. gr. og 4. mgr. 129. gr. oml. í framkvæmd er algengast, að dómari annist skýrslutöku af ákærða, en ákærandi og verjandi eiga þess kost að beina til hans spumingum. Er skýrsla hefur verið tekin af ákærða er alla jafna tekið til við að yfirheyra vitni. í 59. gr. oml. er að finna all ítarlegt ákvæði um vitnayfirheyrslur. Sam- kvæmt ákvæðinu er það dómari sem spyr vitni og er honum rétt að leggja fyrir vitni spurningar sem ákærandi og verjandi óska, en einnig getur hann gefið þeim kost á að spyrja vitni beint, sbr. 2. mgr. 59. gr. oml. Lagaákvæði þetta er arfleifð frá tímum rannsóknarréttarfars og samrýmist því mjög illa nútímaviðhorfum í réttarfari um rétt ákærðs manns til réttlátrar meðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli, sbr. nú 1. mgr. 70. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 8. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. í greinargerð með frum- varpi til stjómskipunarlaga, síðar laga nr. 97/1995, segir meðal annars: „Skilyrðið um óhlutdrægan dómstól felur í sér áskilnað um að dómari í máli þurfl að vera hlutlaus og að aðilar njóti jafnræðis að því leyti“.16 Meðal dómara, sem og annarra, em skiptar skoðanir um ágæti 2. mgr. 59. gr. oml. og framkvæmd þess ákvæðis er því ekki einhlít. Sumir dómarar, jafnvel all flestir, hafa að mestu leyti látið ákæranda og verjanda eftir að spyrja vitni, þrátt fyrir áskilnað lagaboðsins, en spurt sjálfir ef þeir hafa talið ástæðu til. Aðrir dómarar hafa fylgt lögunum og spurt sjálfir þau vitni, sem áður hafa gefið skýrslur í máli, þ.e. á rannsóknarstigi þess, en látið ákæranda og verjanda eftir að spyrja önnur vitni. Ákæmvaldinu er í lögum nr. 19/1991 falið það hlutverk að sanna sök ákærða og því er eðlilegt og sjálfsagt að menn hugleiði hvort ekki sé réttast að ákæm- valdið leiði þá sönnunarfærslu, einnig með spumingum til þeirra vitna sem leidd eru af þess hálfu, án aðstoðar af hálfu hins hlutlausa og óháða dómara. Þannig er þessu tíðast farið í nágrannalöndum okkar. í þessu sambandi verður einnig að hafa það hugfast, að sá sem hafður er fyrir sök í opinberu máli á skýlausan rétt til þess að fá að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd em gegn honum, sbr. d-lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994. Hér er um lágmarksréttindi sakbornings að ræða. 16 Sjá greinargerð með frumvarpi til stjómskipunarlaga nr. 97/1995 (sérprentun), bls. 29. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.