Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Side 69
kynnt sér starfsemi enskra dómstóla og enskt réttarfar. Dómaramir heimsóttu dómstóla á öllum stigum. Byrjað var í Magistrates' court í opinberum málun og County Court í einkamálum, farið var í Old Bailey, Law Courts og Middle Temple Inn þar sem starfsemi sú er þar fer fram var kynnt. Þá var þátttakendum og mökum þeirra borið að skoða þinghúsið og Big Ben. Frekari frásögn af ferð þessari bíður betri tíma en ferðin var að öllu leyti hin fróðlegasta. Mikill áhugi var á þátttöku í ferðinni og sóttu 31 dómari um að fara en eftir- taldir 20 dómarar fóm í ferðina: Allan Y. Magnússon, Auður Þorbergsdóttir, Eggert Óskarsson, Friðgeir Bjömsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Helgi I. Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Ragnar Þorsteinsson, Markús Sigurbjömsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ólöf Pétursdóttir, Páll Þorsteinsson, Pétur Guðgeirsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Sveinn Sigurkarlsson, Sverrir Einarsson og Valtýr Sigurðsson. Nefndir sem tilnefnt er í á vegum félagsins Steingrímur Gautur Kristjánsson var tilnefndur árið 1991 í umsagnamefnd um veitingu héraðsdómaraembætta, sbr. 5. gr. laga nr. 92/1989. Hjördís Hákonardóttir var árið 1991 tilnefnd í gjafsóknarnefnd, sbr. 125. gr. laga nr. 91/1991 og í sæti stjómar Mannréttindastofnunar Háskóla íslands. DÓMARAÞING 1995 Aðalfundur Dómarafélags Islands árið 1995 var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavfk fimmtudaginn 9. nóvember og hófst kl. 10:00. Formaður félagsins, Allan Vagn Magnússon héraðsdómari setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann fól Friðgeiri Bjömssyni dómstjóra fundar- stjóm. Þorgeiri Inga Njálssyni héraðsdómara var falið að annast ritun fundar- gerðar. Fyrst var gengið til venjulegra aðalfundarstarfa. 1. Skýrsla formanns. Formaður félagsins tók til máls og gerði grein fyrir störfum stjómar á starfsárinu. Skýrsla stjómarinnar lá frammi á fundinum og má um hana vísa til úrdráttar sem birtur er hér að framan. 2. Endurskoðaðir félagsreikningar voru lagðir fram til samþykktar. Gjald- keri félagsins Ólafur Börkur Þorvaldsson héraðsdómari lagði fram og skýrði endurskoðaða reikninga félagsins, en þeir miðast við tímabilið 4. október 1994 til 2. nóvember 1995. Reikningamir voru samþykktir án mótatkvæða. 3. Stjórnarkjör. Allan Vagn Magnússon var endurkjörinn formaður félags- ins, en hann var einn í kjöri. Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem setið hafði í stjórn 63

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.