Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 72
er málin væru tekin fyrir. Löglærðir starfsmenn saksóknara og lögreglustjóra flyttu nú málin. Hann kvað að menn yrði að vera minnugir þess að að á herðum sækjenda hvíldi rík hlutlæg skylda. Hlutverk sækjenda væri að stuðla að því að hið sanna og rétta kæmi í ljós. Þá rakti hann lauslega nýmæli varðandi áfrýjun mála. Hann rakti nokkra dóma til skýringar þessum þrem þáttum sem hann gerði að umtalsefni. Næstur tók til máls Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri og flutti fyrirlestur sem hann nefndi: Um fyrirkomulag ákæruvalds. Hann benti á að hér á landi væri ákæruvald á einu stigi, þ.e. ríkissaksóknari færi með ákæruvald og sæi um áfrýjun máls, með nokkrum undantekningum þó. Hann varpaði fram þeirri hugmynd hvort stig ákæruvalds mættu vera þrjú, þannig að á fyrsta stigi væri lögreglustjóri, á öðru stigi saksóknari og á þriðja stigi ríkissaksóknari og hefði hver þeirra sitt afmarkaða verksvið. I verkahring ríkissaksóknara væri þá ekki að höfða mál, nema þegar um væri að ræða mjög alvarleg brot, t.d. landráð. Þess í stað væru verkefni hans á sviði stefnumörk- unar og meðferðar mála fyrir Hæstarétti. Þá benti hann á nauðsyn þess að unnt væri að endurskoða ákvarðanir ákæruvalds með stjórnsýslukæru, þar sem dómsmálaráðherra væri þröngur stakkur skorinn til að endurskoða ákvarðanir ákæruvalds. Hann benti á að hagkvæmt væri að kærustig yrðu tvö. Hann kvað nauðsynlegt að líta til Danmerkur og Noregs um fyrirkomulag ákæruvalds, en þar væri ákæruvaldi skipað með öðrum hætti en hérlendis. M.a. væri lögreglustjórum falið að fara með ákæruvaldið að mestum hluta. Þá fjallaði Bogi um hvort skynsamlegt væri að skipa sérstakan ákæranda í meðferð tiltekinna sakarefna. Hann kvað skynsamlegt að skipa sérstakan ákæranda í efnahags -og auðgunar- brotum í samvinnu við sérhæfðan rannsóknara. Hann kvað það tíðkað í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð og þar starfaði sérstakur saksóknari í slíkum málum, væri í fyrirsvari og með honum starfaði sérstakur rannsóknari. Þetta fyrir- komulag hefði sætt nokkurri gagnrýni, en það hefði þó unnið á og styrkst í sessi. Næstur tók til máls Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og fjallaði urn: Ákæruvald lögreglustjóra. Hann lýsti eigin reynslu af ákæruvaldi lögreglustjóra, en með 1. mgr. 28. gr. laga nr. 19/1991 hefði lögreglustjórum verið falið að fara með ákæruvald. Því lagaákvæði hefði verið breytt með lögum nr. 38/1992 þannig að nú yrði ríkissaksóknari að heimila lögreglustjórum alla saksókn. Þann 14. maí 1993 hefði rfkissaksóknari falið lögreglustjórum að fara með ákæruvald í ákveðnum brotaflokkum. Hann gerði grein fyrir því hversu margar ákærur hefðu verið gefnar út árið 1993 á Vestfjörðum af lögreglustjóra annars vegar og ríkissak- 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.