Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 73

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1996, Page 73
sóknara hins vegar og hversu margar hefðu leitt til sakaráfellis. Með sama hætti gerði hann grein fyrir tölfræði vegna ársins 1994 á Vestfjörðum. Hann kvað það vera skoðun sína að ótvírætt bæri að fjölga þeim málaflokkum þar sem lögreglustjórum væri falið að höfða og flytja opinber mál. Hann kvað umhugsunarvert hvort lögreglustjórar ættu ekki að hafa nein afskipti af áfrýjun þeirra mála sem þeir flyttu. Þá tók til máls Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari. Erindi hennar nefndist: Stjórn þinghalds, sókn og vörn í opinberum málum. Hún kvað nýmæli í löggjöf um opinber mál hafa reynst vel. Skipulagning og undirbúningur þinghalda hefðu tekist með miklum ágætum og skipulagning dómara á þinghöldum færi fram í samráði við báða aðila. Hún kvað dómara stjóma þinghaldi við aðalmeðferð sem endranær. Við lagabreytinguna hefði sú breyting orðið á að sækjandi mætti í öllum málum. í fyrstu hefðu spumingar til vitna hvílt að mestum hluta á herðum dómara, en margir dómarar hefðu breytt út af vananum. Sækjanda bæri að fylgja málunum eftir og eðlilegt væri að hann og verjandi leiddu yfirheyrsluna, þótt dómari gæti hvenær sem er gripið inn í. Aðalhlutverk dómarans ætti að vera stjómun þinghaldsins. Hún benti á, að nú gætti þeirrar tilhneigingar í minni háttar málum að dómari léti sækjanda og verjanda það eftir hvaða vitni kæmu fyrir dóm. Dómara bæri þó skylda til að hlutast til um að lykilvitni kæmu fyrir dóm. Hún kvað það skoðun sína að betra væri að taka framburð vitna upp á segul- band, m.a. vegna þess að hrynjandi og orðfar næðust ekki við endursögn dómara. Þá væri sú hætta ætíð fyrir hendi að við endursögn væm mönnum lögð orð í munn. Þá gengi þinghald betur og snurðulausara fyrir sig, ef segulband væri notað. Hún kvað nauðsynlegt að taka af skarið um hvemig yfirheyrslur ættu að fara fram, en í VI. kafla oml. væm ákvæði er gerðu ráð fyrir að dómari spyrði vitnið. Hún kvað það rétt verjanda og sækjanda að fá að vita hvort dómarinn ætlaði sér einvörðungu að stýra þinghaldi og láta þeim eftir að spyrja vitnið eða hvort ætlunin væri að þeir spyrðu vitnið. Þá rakti hún kenningar norsks fræðimanns um það hvemig dómarar skuli vera í þinghöldum og niðurstaða hennar er í tveimur orðum að dómarar skuli í þinghöldum vera alveg mátulegir, eða „lige tilpas“. Fyrirspumir bámst frá Olafi Berki Þorvaldssyni héraðsdómara til Ingibjargar Benediktsdóttur og Friðgeir Bjömsson dómstjóri varpaði fram spumingum til Olafs Helga Kjartanssonar sýslumanns og Boga Nilssonar rannsóknarlögreglu- stjóra Þá kom einnig fyrirspum frá Steingrími Gaut Kristjánssyni héraðsdómara. 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.