Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 70

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 70
og slit hjúskapar eða stofnun og slit hlutafélags. Segja má að við álagningu skatta verði nokkurs konar samruni opinbers réttar og einkaréttar.6 Ef grundvöllur fyrir skattlagningu er raunveruleg og óumdeild ráðstöfun og viðkomandi skattaregla byggir á einkaréttarlegu hugtaki s.s. kaup og sala, hjú- skapur eða hlutafélag, verður álagningin byggð á þessari ráðstöfun án tillits til þess hvort þessi ráðstöfun leiði til skattspörunar sem talist getur skattasnið- ganga. Sé þessum skilyrðum ekki fullnægt getur orðið árekstur milli reglna skattaréttarins og einkaréttarins. Orsök þessara árekstra felst í ólíkum grund- vallarforsendum einkaréttar og skattaréttar. Reglur einkaréttarins, bæði réttindi og skyldur, hafa mótast við mat á hagsmunum og vilja borgaranna en skatta- réttur hins vegar af fjáröflunarþörf ríkisins. Þá annast skattyfirvöld framkvæmd skattalaga. Andstætt reglum einkaréttarins er ekki unnt að semja um skattkröfu heldur byggist hún á lögbundnum álagningargrundvelli. Þessi atriði geta haft þau áhrif að ýmis vandamál geta komið upp á sviði skattaréttar, sérstaklega vegna skattasniðgöngu, þegar reglur einkaréttarins eru misnotaðar með það eina markmið að leiðarljósi að komast hjá greiðslu skatts.7 Skilgreining einkaréttarins á umræddum hugtökum er þó ekki bindandi fyrir skattaréttinn ef notkun þessara einkaréttarlegu hugtaka er ekki í samræmi við raunveruleikann. Aðilar kalla kaupsamning t.d. leigusamning þótt um raun- verulega sölu sé að ræða.8 3. LÖGSKÝRING í SKATTARÉTTI Eins og fyrr er vikið að geta tilraunir skattaðila til að sniðganga skattalög skipt máli um afstöðu dómstóla til fjármálaráðstafana hans og um skýringu skattalaga með tilliti til þeirra. Deilt hefur verið um það hvort unnt sé við beitingu skattalaga að víkja frá venjulegum lögskýringarleiðum. Engar reglur eða lögskýringarsjónarmið um sniðgöngu taka til þeirra ráðstafana skattaðila, sem fela í sér raunverulegar breytingar á högum þeirra, t.d. hjónaskilnaður eða breyting á sameignarfélagi í hlutafélag, og það jafnvel þótt þessar breytingar séu gerðar í skattsparnaðarskyni.9 Hvort ráðstöfun, sem telst skattasniðganga, telst lögmæt og þar með grund- völlur skattlagningar eða ekki ræðst mikið af lögskýringu viðkomandi skatta- lagaákvæðis. Mikilvægar reglur skattaréttarins eru lögmæti, réttaröryggi, jafn- ræði og fyrirsjáanleiki. Það leiðir af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar að skatt- lagning verður að byggjast á lögum í þrengri merkingu, þ.e. formlega settum lögum af Alþingi. Þá felst það og í lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að skattalög verði að vera skýr og ótvíræð.10 6 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 220. 7 Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 221. 8 Ásmundur Vilhjálmsson: Skattaréttur I. 1994, bls. 32. 9 Jónatan Þórmundsson: Fyrirlestrar í skattarétti. 1982, bls. 55-56. 10 Áhrif lögmætisreglunnar á lögskýringu hefur verið orðuð svo af Lord Donovan í málinu Mangin v. IRC (1971-ALL-ER-179): „First, the words are to be given their ordinary meaning. They are not 222
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.