Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 58
Þarna er sú niðurstaða dregin saman að brot EFTA-ríkis á samningsskuld- bindingum sínum samkvæmt EES-samningnum geti leitt til ábyrgðar þess á grundvelli þjóðaréttar. Slíkt brot geti hins vegar ekki orðið grundvöllur bóta- kröfu einstaklings á hendur aðildarríki með stoð í meginreglunni sem Evrópu- dómstóllinn sló fastri í Francovich-málinu. Þá meginreglu leiði eingöngu af réttarkerfi Evrópubandalagsins. 3.2.4 Niðurstaða í ljósi þess sem hefur verið rakið er eðlilegt að fara varlega við túlkun álitsins og reyndar er í 63. lið álitsins gerður beinn fyrirvari um það að í EES- samningnum felist ekki framsal löggjafarvalds, sbr. það sem segir í kafla 3.2.2. Má þegar af þeirri ástæðu draga þá ályktun að bótareglan sem EFTA-dóm- stóllinn telur hluta EES-samningsins sé ekki sama bótareglan og leiðir af stofn- sáttmála Evrópubandalagsins. Slíkt væri í samræmi við þau sjónarmið sem rakin eru í ráðgefandi álitinu en þau eru ekki sömu sjónarmið og liggja bóta- reglu bandalagsréttarins til grundvallar, sbr. það sem segir í kafla 3.2.1. Enn fremur er ljóst að slíkt væri í samræmi við þau sjónarmið sem lögsögumaður Evrópudómstólsins gerir að sínum í áliti frá 19. janúar 1999, sbr. það sem segir í kafla 3.2.3. Mikinn fyrirvara hlýtur að þurfa að setja við hugleiðingar í forsendum EFTA-dómstólsins um hvemig haga skuli túlkun laga sem leiða EES-samn- inginn í landsrétt einstakra aðildamkja. Það er alveg ljóst að íslenskir dómstólar eiga síðasta orðið um hvernig íslensk lög verða túlkuð. EES-samningurinn felur engar heimildir í sér til handa EFTA-dómstólnum að veita ráðgefandi álit um túlkun íslenskra laga, ekki frekar en slíkum heimildum er til að dreifa í rétti Evrópubandalagsins. Má halda því fram að með hugleiðingum sínum í þessa átt hafi EFTA-dómstóllinn gengið nokkuð nærri sjálfstæði íslenskra dómstóla án viðhlítandi heimilda.18 Af hugleiðingum EFTA-dómstólsins um framsal fullveldis og túlkun lands- laga verður dregin sú ályktun að dómstóllinn telur að leiða þurfi skaðabótareglu EES-réttarins í landsrétt líkt og aðrar reglur EES-réttarins. Ef EFTA-dóm- stóllinn teldi að svo væri ekki hefði hann ekkert þurft að fjalla um það í 63. lið álitsins hvemig „eðlilegt“ væri að túlka lög sem lögfesta meginmál samnings- ins. Þessi ályktun verður enn fremur studd með 7. gr. EES-samningsins sem EFTA-dómstóllinn vitnar einmitt til í 63. lið álits síns. Enn fremur verður dregin sú ályktun að samkvæmt bókun 35 við EES-samninginn hvfli sú skylda á aðildarríkjunum að þjóðarétti að tryggja bótareglu EES-samningsins forgang 18 Sjá Óttar Pálsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur gegn íslenska ríkinu - Meginregla um skaðabótaábyrgð". Tímarit lögfræðinga. 1999, bls. 119, en þar er tekið fram að EFTA-dómstóllinn virðist með ummælum sínum í 63. lið hafa farið út fyrir þau valdmörk sem honum eru sett f 1. mgr. 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlits- stofnunar og dómstóls. 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.