Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 92

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 92
Dómar Hæstaréttar frá 18. febrúar 1999 (mál nr. 328/1998 og 329/1998) - Vífilfell (einkamál) í þessum málum krafðist Vífilfell hf. endurgreiðslu kaupverðs hlutabréfanna í Fargi hf. og Gamla Alafossi hf. I fym dóminum segir meðal annars, en þeir eru að þessu leyti samhljóða: „Urskurður héraðsdóms byggðist á þeirn skattalögum sem í gildi voru þegar samn- ingurinn var gerður og sameining fyrirtækjanna átti sér stað og túlkun þeirra laga. Var þar talið að Gamli-Álafoss hf. hefði verið sameinaður Verksmiðjunni Vífilfelli hf. í árslok 1988 með þeim hætti sem um ræðir í 126. gr. laga um hlutafélög nr. 32/1978 og að sameiningin hefði að öðru leyti uppfyllt skilyrði XV. kafla þeirra laga. Hins vegar hefði verið greinilegt og í raun viðurkennt af aðaláfrýjanda að kaup hlut- hafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á hlutabréfum í Gamla-Álafossi hf. hefði verið nokkurs konar millileikur vegna samruna félaganna og liður í undirbúningi þeirra. Þegar kaupin væru metin heildstætt yrði að líta svo á að gagnáfrýjandi hefði verið hinn raunverulegi viðsemjandi Verksmiðjunnar Vífílfells hf. Yrði því að telja að kaup hluthafanna á Gamla-Álafossi hf. hefði verið hreinn málamyndagerningur í skattalegu tilliti og að sameining félaganna uppfyllti því ekki gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, sbr. og grunnreglu 58. gr. sömu laga. Þótt samningur aðilanna hafi á þennan hátt verið talinn gerður til málamynda í skattalegu tilliti breytir það ekki því að hann er gildur samningur um yfirfærslu réttinda samkvæmt efni sínu“. Hér er gerður skýr og ótvíræður greinarmunur á málamyndagerningi að einkarétti og skattalegum málamyndagerningi (sýndargerningi). Þessi niðurstaða er í samræmi við danska dóma.62 I fyrra málinu hafði skatt- aðila verið synjað um frádrátt til skatts vegna vaxtagjalda af láni þar sem lána- samningar voru ekki í samræmi við raunveruleikann. Sami aðili taldi sér síðan ekki skylt að greiða lánið en ekki var fallist á það. Hæstiréttur taldi að um væri að ræða gildan gerning að einkarétti og taldi ekki að lánveitandi hefði hagað sér þannig að honum bæri að greiða skaðabætur. Að gemingur sé skattaréttarlega ógildur er ekki það sama og að hann sé einkaréttarlega ógildur. Sem sagt, þótt samningur sé einkaréttarlega gildur er ekkert því til fyrirstöðu að skattyfirvöld víki honum til hliðar við skattlagn- ingu.63 Niðurstaða Hæstaréttar í málunum frá 18. febrúar 1999 um endurkröfuna réðst síðan af því hvor samningsaðilanna ætti að bera áhættu af því að unnt væri að nýta hið skattalega tap við sameininguna en það réðst síðan af túlkun á við- komandi samningi um kaupin á hlutabréfunum. H 1997 607 (Frjálst framtak hinn fyrri) Málið snerist meðal annars um hlutafjárhækkun. Hlutaféð var að mestu greitt með þremur skuldabréfum, sem útgefin vom af M, aðalhluthafa í F. Þessi greiðsluháttur var ekki í samræmi við hlutafélagalög. Bréfin voru ekki markaðshæf, vora til all- margra ára, vaxtalaus, óverðtryggð og án veðs eða ábyrgðar. 62 T.d. TfS 1986 nr. 102, 1987 nr. 505, og TfS 1989 nr. 652. 63 Ole Björn o.fl.: Lærebog om indkomstskatt. 1994, bls. 43. 244
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.