Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 92
Dómar Hæstaréttar frá 18. febrúar 1999 (mál nr. 328/1998 og 329/1998) -
Vífilfell (einkamál)
í þessum málum krafðist Vífilfell hf. endurgreiðslu kaupverðs hlutabréfanna í Fargi
hf. og Gamla Alafossi hf. I fym dóminum segir meðal annars, en þeir eru að þessu
leyti samhljóða:
„Urskurður héraðsdóms byggðist á þeirn skattalögum sem í gildi voru þegar samn-
ingurinn var gerður og sameining fyrirtækjanna átti sér stað og túlkun þeirra laga.
Var þar talið að Gamli-Álafoss hf. hefði verið sameinaður Verksmiðjunni Vífilfelli
hf. í árslok 1988 með þeim hætti sem um ræðir í 126. gr. laga um hlutafélög nr.
32/1978 og að sameiningin hefði að öðru leyti uppfyllt skilyrði XV. kafla þeirra laga.
Hins vegar hefði verið greinilegt og í raun viðurkennt af aðaláfrýjanda að kaup hlut-
hafa í Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á hlutabréfum í Gamla-Álafossi hf. hefði verið
nokkurs konar millileikur vegna samruna félaganna og liður í undirbúningi þeirra.
Þegar kaupin væru metin heildstætt yrði að líta svo á að gagnáfrýjandi hefði verið
hinn raunverulegi viðsemjandi Verksmiðjunnar Vífílfells hf. Yrði því að telja að
kaup hluthafanna á Gamla-Álafossi hf. hefði verið hreinn málamyndagerningur í
skattalegu tilliti og að sameining félaganna uppfyllti því ekki gagngjaldsskilyrði 1.
mgr. 56. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt, sbr. og grunnreglu 58. gr. sömu
laga. Þótt samningur aðilanna hafi á þennan hátt verið talinn gerður til málamynda í
skattalegu tilliti breytir það ekki því að hann er gildur samningur um yfirfærslu
réttinda samkvæmt efni sínu“.
Hér er gerður skýr og ótvíræður greinarmunur á málamyndagerningi að
einkarétti og skattalegum málamyndagerningi (sýndargerningi).
Þessi niðurstaða er í samræmi við danska dóma.62 I fyrra málinu hafði skatt-
aðila verið synjað um frádrátt til skatts vegna vaxtagjalda af láni þar sem lána-
samningar voru ekki í samræmi við raunveruleikann. Sami aðili taldi sér síðan
ekki skylt að greiða lánið en ekki var fallist á það. Hæstiréttur taldi að um væri
að ræða gildan gerning að einkarétti og taldi ekki að lánveitandi hefði hagað sér
þannig að honum bæri að greiða skaðabætur.
Að gemingur sé skattaréttarlega ógildur er ekki það sama og að hann sé
einkaréttarlega ógildur. Sem sagt, þótt samningur sé einkaréttarlega gildur er
ekkert því til fyrirstöðu að skattyfirvöld víki honum til hliðar við skattlagn-
ingu.63
Niðurstaða Hæstaréttar í málunum frá 18. febrúar 1999 um endurkröfuna
réðst síðan af því hvor samningsaðilanna ætti að bera áhættu af því að unnt væri
að nýta hið skattalega tap við sameininguna en það réðst síðan af túlkun á við-
komandi samningi um kaupin á hlutabréfunum.
H 1997 607 (Frjálst framtak hinn fyrri)
Málið snerist meðal annars um hlutafjárhækkun. Hlutaféð var að mestu greitt með
þremur skuldabréfum, sem útgefin vom af M, aðalhluthafa í F. Þessi greiðsluháttur
var ekki í samræmi við hlutafélagalög. Bréfin voru ekki markaðshæf, vora til all-
margra ára, vaxtalaus, óverðtryggð og án veðs eða ábyrgðar.
62 T.d. TfS 1986 nr. 102, 1987 nr. 505, og TfS 1989 nr. 652.
63 Ole Björn o.fl.: Lærebog om indkomstskatt. 1994, bls. 43.
244