Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 10
ábyrgð á ríkið, jafnvel í tilvikum þar sem ekki er um mistök eða vanrækslu (gáleysi) embættismanna að ræða. Meginregla sænsks réttar er sögð sú, að ríkið beri ekki ábyrgð á tjóni, sem valdið er af embættismönnum í opinberri sýslan. í finnskum rétti er staðan sögð sú, að samkvæmt lögum frá árinu 1927 beri ríkið skaðabótaábyrgð á tjóni, sem embættismenn valda í stjómsýslu, en sú ábyrgð sé einungis til vara, þ.e. þegar skaðabætur fáist ekki greiddar úr hendi embættis- mannsins sjálfs. I greinargerð framsögumanns er fjallað um réttarstöðuna í íslenzkum rétti á þessum tíma og tekið fram í neðanmálsgrein, að sá hluti grein- argerðarinnar byggi á framlagi Einars Arnórssonar, sem þá var prófessor við lagadeild Háskóla Islands. I þessum hluta greinargerðarinnar segir um ís- lenzkan rétt: Utenfor de tilfeller da særlige lovbestemmelser medfprer ansvar for rettsstridige tjenstemannshandlinger, kan man imidlertid neppe i almindelighet anse det offent- lige ansvarlig efter islandsk rett. Staten er sáledes visstnok ikke ansvarlig for skade, som voldes ved feil av en tinglysningsbetjent. Men helt sikre regler har man pá dette omráde ikke i islandsk rett.6 M.ö.o. er réttarstaðan á íslandi sú á þessum tíma, að ríkið ber almennt ekki skaðabótaábyrgð á tjóni, sem embættismenn valda í stjórnsýslu. Vegna urn- fjöllunarefnisins í þessari grein er athyglisvert, að sérstaklega er tekið fram, að ríkið beri ekki skaðabótaábyrgð á tjóni, sem valdið er með mistökum við þinglýsingar. 2.2 Réttarþróun frá 1931 Umfang ríkisins hélt áfram að vaxa og afstaða manna til eðlis rrkisvaldsins hélt áfram að breytast. Þótt menn greindi fæsta á um það, að tilvist hins opin- bera valds í hverju landi fyrir sig væri varanleg og því væri almennt einungis beitt í þágu borgaranna, þá þvarr skilningur á því, að ríkið gæti ekki borið ábyrgð á því, að þjónar þess gerðu mistök eða færu að í sýslan sinni með öðrum hætti en lög mæltu fyrir um. Sjónarmið um, að það væri eðlilegra að leggja ábyrgð á tjóni vegna mistaka eða vanrækslu í stjórnsýslu á ríkið en þá borgara eða lögaðilja, sem yrðu fyrir tjóni, fengu meiri hljómgrunn en áður. Réttarstaðan í dönskum rétti er nú á þann veg, að ekki eru í gildi almennar lagareglur um bótaábyrgð ríkisins. Hins vegar er almennt litið svo á, að um skaðabótaábyrgð ríkisins utan samninga gildi að mestu leyti sömu reglur og gilda um bótaábyrgð einkaaðilja, þ.e. almennar reglur skaðabótaréttar.7 I þessu felst, að rikið ber ábyrgð á grundvelli sakarreglunnar, en einnig geta komið til 6 Frede Castberg: Förhandlingama á det femtonde nordiska juristmötet. Bilaga II, bls. 28. 7 Sjá t.d. Orla Friis Jensen: „Offentligretlig erstatningsansvar" í ritinu Forvaltningsret, alminde- lige emner, bls. 471 og Henning Skovgaard: „Om behov og retningslinier for en revision af reglerne om farvaltningsansvaret". Tfr. 1978, bls. 402-432, hér bls. 402. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.