Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 80
Nokkur brögð hafa verið að því að félög, sem í raun hafa verið hætt allri starfsemi, séu keypt af fyrirtækjum, sem eru í fullum rekstri, vegna þess að eftir stendur í reikningum þeirra ójafnað tap frá því að þau voru í rekstri. Félög þessi kunna hins vegar að öðru leyti að vera skuldlaus og eignalaus. Kaupandi nýtir sér þetta ójafnaða tap til lækkunar á skattskyldum tekjum því að hann yfirtekur allar skattaréttarlegar skyldur og réttindi félagsins sem selt var. Þá eru einnig dæmi um samruna félaga f alls óskyldum atvinnugreinum í þessu skyni. Þar sem telja verður kaup af því tagi sem að framan er lýst hafi í raun engan tilgang annan en þann að komast hjá greiðslu tekjuskatts er í þessari grein lagt til að eftir- stöðvar rekstrartapa frá fyrri árum hjá því félagi sem slitið var flytjist ekki til þess félags er við tekur, nema það hafi með höndum sams konar rekstur eða starfsemi og félagið stundaði sem slitið var. Einnig felst í greininni að eftirstöðvar rekstrartaps þess félags sem slitið var flyst ekki til þess félags sem við tekur hafi það félag sem slitið var hætt starfsemi sinni fyrir slitin og átt óverulegar eignir.35 í framsöguræðu sinni í neðri deild Alþingis sagði fjármálaráðherra meðal annars: Heimild til yfirfærslu taps við kaup eða sameiningu fyrirtækja í óskyldum rekstri verði þrengd. Það hefur farið vaxandi- og mun e.t.v. gera það miðað við erfiða stöðu og rekstrarstöðvun og gjaldþrot margra fyrirtækja- að ýmis fyrirtæki önnur freistist til að kaupa tapfyrirtækin eða gjaldþrotafyrirtæki eingöngu í skattahagnaðarskyni. Slíkt teljum við mjög óeðlilegt, og hægt að færa fyrir því margvísleg rök, og viljum þess vegna koma í veg fyrir það að tap við kaup eða sameiningu fyrirtækja í óskyld- urn rekstri verði jafn rúm og verið hefur. Hins vegar verður áfram hægt, þegar sameiningu eða samtengingu fyrirtækja í skyldum rekstri í hagræðingarskyni eða þegar um annan eðlilegan rekstrartilgang er að ræða, að yfirfæra tapið þá með sama hætti og áður.36 Með 8. gr. laga nr. 85/1991 var 57. gr. A síðan breytt að nýju og kemur fram í almennum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 85/1991 að frumvarpið fæli í sér þrengingu á möguleikum til að nýta tap við sameiningu fyrirtækja.37 Frumvarpið breyttist nokkuð í meðförum Alþingis og sagði í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar að breytingamar fælu í sér nokkra rýmkun á skilyrðum sem frumvarpið gerði ráð fyrir að sett verði fyrir yfirfærslu taps við sameiningu félaga.38 í úrskurði yfirskattanefndar nr. 805/1997 (ST 1997:180) er tekið fram að ákvæði 57. gr. A, sbr. 8. gr. laga nr. 85/1991, geymi undantekningar frá þeim meginreglum 56. og 57. gr. laga nr. 75/1981 að við samruna eða sameiningu félaga eða þargreinda breytingu rekstrarforms flytjist allar skattaréttarlegar skyldur og réttindi þess félags sem slitið er eða breytt til þess félags sem við 35 Alþt. 1988-1989, A-deild, bls. 1213. 36 Alþt., 1988-1989, B-deild, bls. 1920. 37 Alþt. 1991, A-deild. bls. 1869. 38 Alþt. 1991-1992, A-deild, bls. 2415. 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.