Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 106
Þegar það er virt, sem að framan er rakið, og með því að ekkert er fram komið sem
skýrt getur hinar umdeildu ráðstafanir frá viðskiptalegu sjónarmiði, þykir bera að
staðfesta þá niðurstöðu skattstjóra að hinar umdeildu ráðstafanir hafi verið þess eðlis
að ekki verði á þeim byggt í skattalegu tilliti“.
Hér má segja að um sýndargerninga sé að ræða gerða í þeim eina tilgangi að
komast hjá greiðslu skatts. Litið er framhjá umræddum gemingum í skattalegu
tilliti án sérstakrar tilvísunar til lagaákvæðis.
H 1998 1094 (söluhagnaður fasteignar)
Að endingu má vísa hér til dóms Hæstaréttar sem snerti túlkun á 25. gr. laga nr.
75/1981 og komu þar nokkuð til skoðunar sniðgöngusjónarmið við lögskýringuna.
Mál þetta snerist um ákvörðun söluhagnaðar vegna jarðar, þ.e. hvort heimilt væri að
miða útreikning söluhagnaðar vegna umræddrar sölu við sundurgreiningu sem
byggðist á kaupsamningi um viðkomandi jörð. Akvæði 25. gr. laga nr. 75/1981
kveða á um að söluverði eigna, sem þar em tilgreind, skuli skipt í sama hlutfalli og
hinar seldu eignir eru metnar til fasteignamats á söludegi. Hæstiréttur tekur fram að
ljóst væri að tilgangur þessarar lagareglu væri að ná fram þeim markmiðum um
meðferð söluhagnaðar sem að væri stefnt með ákvæðum laganna um hina ýmsu
eignaflokka. Síðan segir: „I ákvæðinu er mælt fyrir um mælikvarða sem leggja skuli
til grundvallar skattalegum útreikningi. Verður að telja mælikvarða þennan hlut-
lægan og eðlilegan. Er og á það fallist með áfrýjanda (íslenska nkinu), að samkvæmt
orðum ákvæðisins sé það fortakslaust að því leyti, að samningur aðila um skiptingu
söluverðs geti ekki raskað þeirri skattalegu útreikningsreglu, er í því felst, enda
myndi slíkt stríða gegn jafnræði skattþegna og vera andstætt ofangreindum mark-
miðum laganna".
7.5 Álit umboðsmanns Alþingis þar sem byggt er á skattasniðgöngu-
sjónarmiðum
Álit umboðsmanns Alþingis frá 17. maí 1998 í málinu nr. 1931/1996
Málið snerti skattalega meðferð greiðslu úr kjaradeilusjóði Meinatæknafélags
Islands. Yfirskattanefnd hafði komist að því að umrædd greiðsla væri skattskyld
greiðsla samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981. Viðkomandi
aðili taldi hér vera um lán að ræða úr kjaradeilusjóði en félagsmenn höfðu átt í
kjaradeilu.
I áliti sínu vísaði umboðsmaður Alþingis til 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar og tók
síðan fram að lagareglur, sem kvæðu á um efnislega skattskyldu eða útfærslu skatta-
reglna, vísuðu með beinum og óbeinum hætti til atvika er ráða skyldu skattskyldu og
skattlagningu, þannig að tilteknar reglur eiga við tiltekin atvik. Síðan segir:
„Viðurkennt er, að skattyfirvöldum er heimilt að leggja á það sjálfstætt mat, hvort
atvik hafi verið með þeim hætti, að tiltekin lagaregla taki til þeirra, og eru skatt-
yfirvöld þá ekki bundin við mat skattþegna á sömu atvikum eða yfirlýsingar þeirra
um það. Með þessum hætti er reynt að tryggja, að gjaldendur skattsins, sem lrkt
stendur á um í raun, hljóti eins eða svipaða meðferð, þegar kemur að álagningu
skatta, enda þótt atvik kunni að vera önnur í orði kveðnu.
258