Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Page 59
umfram aðrar innlendar lagareglur eftir að bótareglan hefur verið leidd í lands- rétt. Reglur EES-réttarins um áhrif EES-reglna að landsrétti má því taka saman á eftirfarandi hátt: a. Aðildamki EES bera að þjóðarétti skyldu til að leiða EES-reglur í landsrétt, sbr. 7. gr. EES-samningsins. b. Hafi EES-reglur verið leiddar í landsrétt bera aðildarríkin að þjóðarétti skyldu til að tryggja að EES-reglumar gangi framar öðrum réttarreglum landsréttar, sbr. bókun 35. Aðildarríkin þurfa hins vegar á grundvelli þjóðaréttar að leiða forgangsreglu bókunar 35 í landsrétt, sbr. m.a. 7. gr. EES-samningsins. c. Við reglumar samkvæmt (a) og (b) bætist svo á grundvelli álits EFTA-dómstólsins sú regla að aðildamkjunum ber að þjóðarétti skylda til að tryggja að EES-reglur sem ekki hafa verið leiddar í landsrétt hafi bótaréttarlega þýðingu fyrir einstaklinga og lögaðila. Aðildarríkin þurfa að leiða þessa bótareglu í landsrétt, sbr. m.a. 7. gr. EES- samningsins. í grein sinni í 2. tbl. Tímarits lögfræðinga í ár gerir Óttar Pálsson 63. lið álitsins að umtalsefni. Hann telur gagnstætt því sem hér er rakið afar ólíklegt að ummæli EFTA-dómstólsins gefi í skyn að tilvist eða efnislegt innihald bótaregl- unnar sé undir því komið hvort meginmál EES-samningsins hafi verið leitt í landslög eða ekki. Á hinn bóginn dregur hann þá ályktun af 63. lið álitsins að meginreglur EB-réttar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif geti ekki með sama hætti átt við að EES-rétti enda varla umdeilanlegt að þær reglur feli í sér framsal á löggjafarvaldi. Þær reglur hafi gjaman verið nefndar sem dæmi um hið víðtæka framsal á löggjafarvaldi sem átt hefur sér stað frá aðildarríkjum EB til stofnana bandalagsins.19 Telja verður að í þessari afstöðu Óttars til álits EFTA-dómstólsins felist ákveðin mótsögn. Bandalagsreglumar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif EB- réttar koma til löngu áður en bandalagsreglan um bótaskyldu vegna vanhalda á lögleiðingu EB-reglna. Þá verður að telja að þegar bandalagsreglan um bóta- skyldu hlaut fyrst viðurkenningu að EB-rétti árið 1991 hafi hún fyrst og fremst verið bein afleiðing af hinum tveimur reglunum, gengið lengra en þær og verið sett þeim til áréttingar. Þannig er nánast útilokað að reglan um bótaskyldu væri til ef Evrópudómstóllinn hefði strax í öndverðu hafnað reglunum um bein réttaráhrif og forgangsáhrif EB-réttar. Þá væri ekki fyrir hendi réttarkerfi sem beindist bæði að bandalagsríkjunum sem og borgumm þeirra og fæli í sér réttindi og skyldur fyrir þá. Tilvist slíks réttarkerfis var kjarninn í röksemdum Evrópudómstólsins í Francovich-málinu fyrir tilvist bótareglunnar.20 Sá skiln- 19 Sjá Óttar Pálsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur gegn íslenska ríkinu - Meginregla um skaðabótaábyrgð”. Tímarit lögfræðinga. 1999, bis. 119. 20 Sjá t.d. kafla 3.2.1 þar sem fjallað er um röksemdir Evrópudómstólsins í Francovich-máWnu. 211
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.