Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 78
reiknað endurgjald yrðu felld brott.29 Niðurstaðan varð þó sú að reglurnar voru
ekki felldar niður en lítillega breytt með lögum nr. 25/1981 og síðar með lögum
nr. 49/1987 í tengslum við upptöku staðgreiðslu opinberra gjalda.
í 6. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, er að finna ákvæði
um reiknað endurgjald í staðgreiðslu. Ennfremur eru þar ákvæði um viðmið-
unarreglur sem ríkisskattstjóra ber að setja. Ákvæði 3. mgr. 6. gr. laga nr.
47/1987 um að reiknað endurgjald sé ekki lægra en það hefði orðið hefði við-
komandi unnið starfið hjá óskyldum aðila, er sambærilegt og ákvæði 2. mgr. 1.
tölul. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981.
5.2 Skattlagning hjóna
Um skattlagningu hjóna gilda sérstakar reglur vegna skiptingar atvinnu-
rekstrartekna og tekna af eignum, sbr. 1. og 2. mgr. 63. gr. laga nr. 75/1981.
Tekjur af eignum skal telja til tekna hjá því hjóna sem hefur hærri hreinar tekjur.
Hreinar tekjur af atvinnurekstri skal telja til tekna hjá því hjóna sem stendur
fyrir rekstrinum. Þá er tekið fram að þegar atvinnurekstur eða sjálfstæð starf-
semi er háð sérþekkingu eða persónubundnum rekstrarleyfum skulu hreinar
tekjur af rekstrinum taldar hjá því hjóna sem sérþekkinguna eða leyfið hefur.
Starfi hjón sameiginlega að atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi og hafi bæði
þá sérþekkingu eða leyfi sem krafist er, eða sé slrkrar sérþekkingar eða leyfa
ekki krafist, skal skipta hreinum tekjum af rekstrinum í hlutfalli við vinnufram-
lag hvors um sig og telja til tekna hjá hvoru hjóna. Geri hjón ekki fullnægjandi
og rökstudda grein fyrir vinnuframlagi hvors um sig eða þyki skýrslur þeirra
tortryggilegar skulu skattyfirvöld áætla skiptingu hreinna tekna af atvinnu-
rekstrinum eða hinni sjálfstæðu starfsemi.
í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1978
kemur fram að með reglum um skattlagningu hjóna sé gengið eins langt til
sérsköttunar hjóna og fært þyki. Tekið er fram að ekki sé mögulegt að skipta
eignum hjóna eða tekjum af þeim milli hjóna eftir því hvor teldist eigandi þeirra
og ástæða þess m.a. talin vera að alger sérsköttun opni hjónum möguleika á að
skipta þessum tekjum og eignum á milli sín til skattlagningar á þann hátt sem
þeim sé hagkvæmastur án þess að skattyfirvöld hefðu möguleika til vefengingar
á þeim skiptum.30 í athugasemdum við 63. gr. eru áréttuð rök fyrir skattalegri
meðferð tekna af eignum samkvæmt C-lið 7. gr. laganna og tekið fram að væri
eignum skipt milli hjóna geti það opnað hjónum sem hafa verulegar eignatekjur
auðvelda leið til tekjudreifingar.31
I athugasemdum við 63. gr. frumvarpsins kemur fram um 3. tölulið 1. mgr.
að um sé að ræða ákvæði um meðferð atvinnurekstrartekna. Sé leitast við að
29 Um sögulega þróun reglna um reiknað endurgjald er að finna umfjöllun í kandídatsritgerð
Ingibjargar Ingvarsdóttur: Reglur um reiknað endurgjald. 1994, bls. 97-185.
30 Alþt. 1977-1978, A-deild, bls. 2563.
31 Alþt. 1977-1978, A-deild, bls. 2577.
230