Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 55
meðan ákvæði EES-samningsins hafa ekki verið leidd í landsrétt samkvæmt þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju aðildarríki. EES-samningurinn viður- kennir til að mynda berum orðum sjálfstæði dómstóla aðildarríkjanna. Þannig segir t.d. í 15. lið aðfararorða samningsins sem EFTA-dómstóllinn vitnar ítrek- að til niðurstöðu sinni til stuðnings að þeim markmiðum sem þar eru talin upp skuli ná „með fullri virðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna“. Þá er meira að segja gert ráð fyrir því í 1. þætti 3. kafla EES-samningsins að dómsúrlausnir vegna túlkunar samningsins og reglna sem settar eru á grundvelli hans geti verið mismunandi eftir aðildarríkjum. Samningurinn gerir ráð fyrir að unnið verði gegn ósamræmi sem þessu með því að koma á kerfi til að skiptast á upp- lýsingum. í 1. mgr. 106. gr. samningsins segir t.d.: Til að tryggja að samningur þessi verði túlkaður á eins samræmdan hátt og kostur er, með fullri virðingu fyrir sjálfstæði dómstólanna, skal sameiginlega EES-nefndin koma á kerfi til að skiptast á upplýsingum um dóma EFTA-dómstólsins, dómstóls Evrópubandalaganna og dómstóls Evrópubandalaganna á fyrsta dómstigi og dóm- stóla EFTA-ríkjanna á síðasta dómstigi. Sérstök athygli er vakin á því að þarna er gert ráð fyrir að dómstólar EFTA- ríkjanna á síðasta dómstigi eigi aðild að þessum upplýsingaskiptum. Hvað þetta varðar má enn fremur vísa til þess að samkvæmt 34. gr. samnings um eftir- litsstofnun og dómstól EFTA hefur EFTA-dómstóllinn lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES-samningnum. Dómstóli í aðildarríki er heimilt en hins vegar ekki skylt að leggja álitamál um túlkun EES-samningsins fyrir EFTA-dómstólinn. Gert er ráð fyrir því að aðildarríki megi takmarka þessa heimild við síðasta dómstig. Þessum málum er gagnstætt farið í rétti Evrópubandalagsins. Þar er ekki að finna ákvæði sem lúta að sjálfstæði innlendra dómstóla. Sjálfstæði dómstóla aðildarrfkja þekkist einfaldlega ekki í rétti Evrópubandalagsins. Einungis er þar gert ráð fyrir ákveðinni verkaskiptingu. Þá er samkvæmt bandalagsrétti skylt að leggja mál fyrir Evrópudómstólinn þegar slíkt er nauðsynlegt, sbr. 234. gr. (áður 177. gr.) stofnsáttmála Evrópubandalagsins. Evrópudómstóllinn veitir ekki ráð- gefandi álit heldur kveður upp forúrskurð (e. preliminary ruling) sem er bindandi. Sé þetta dregið saman er ljóst að EES-rétturinn er ekki samþættur réttarkerfi aðildarríkja EFTA. í EES-samningnum er á hinn bóginn gert ráð fyrir að um tvö aðskilin réttarkerfi sé að ræða, landsrétt og EES-rétt. Það er enn fremur ljóst að dómstólar aðildarríkja EFTA eru ekki skyldir að taka tillit til álits EFTA- dómstólsins um reglur EES-réttar. EES-réttur gerir beinlínis ráð fyrir að dómstólar aðildarríkja EFTA séu sjálfstæðir og beiti landsrétti. Hins vegar er líklegt að hérlendur dómstóll myndi í þeim tilvikum þegar umrædd regla EES- réttar hefur verið leidd í lög taka mið af áliti EFTA-dómstólsins nema sérstök sjónarmið leiddu til annars. Þessi afstaða hérlendra dómstóla styddist við landsrétt, þ.e. fyrst og fremst lög nr. 2/1993 um EES og lög nr. 21/1994 um 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.