Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 61
sem komin er til framkvæmda ekki lögfest með 2. gr. laga nr. 2/1993. Af athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 2/1993 verður ráðið að löggjafinn hefur talið ákvæðið í 3. gr. laganna nægjanlega lögfestingu þeirrar reglu sem verður lesin úr bókun 35.22 Það er þó ljóst að ákvæði 3. gr. laganna eru alls ófullnægjandi. Skýr fyrirmæli lagatextans hljóta að ganga framar óljóst orðuðum hugmyndum í greinargerð enda er það ekki greinargerðin sem er borin upp til samþykkis á Alþingi heldur lagatextinn.23 Samkvæmt þessu er ljóst að lög nr. 2/1993 fela ekki í sér neina tryggingu fyrir því að reglur EES muni fá tilætluð réttaráhrif. Má því draga sterklega í efa að ákvæði laga nr. 2/1993 feli í sér lögfestingu þeirrar bótareglu sem EFTA-dómstóllinn telur hluta EES- samningsins í heild sinni sérstaklega þegar litið er til þess að forgangsregla bók- unar 35 hefur ekki enn verið lögfest. 4.2 Stjórnarskrá Fyrir utan þær efasemdir sem eru raktar í kafla 4.1 er ljóst að fælist umrædd bótaregla í lögum nr. 2/1993 hlyti vafi að leika á því hvort reglan stæðist stjómarskrá en bótareglan þrengir mjög að ákvörðunarvaldi Alþingis. Við gerð EES-samningsins var gert ráð fyrir því að endanlegt ákvörðunarvald væri eftir sem áður í höndum Alþingis. Það fæli í sér að EES-regla, sem hefði ekki verið leidd í landsrétt, gæti ekki haft þýðingu hérlendis ef innlend réttarregla væri til staðar sem væri ósamrýmanleg EES-reglunni. EES-reglan hefði einfaldlega ekki orðið hluti landsréttar á stjómskipulegan hátt og því stæði innlenda réttarreglan óhögguð. Vissulega bæri að skýra innlendu réttarregluna til sam- ræmis við EES-regluna en ef ekki næðist samræmi með hefðbundnum lögskýr- ingaraðferðum væri ljóst að innlenda réttarreglan gengi framar.24 Bótareglan sem EFTA-dómstóllinn telur felast í EES-samningnum felur það hins vegar í sér að EES-regla, sem hefur ekki verið leidd í landsrétt, hefur réttaráhrif hér- lendis þvert á það sem upphaflega var miðað við. Samkvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar fara forseti og Alþingi saman með lög- gjafarvaldið á hverjum tíma. I því felst að forseti og Alþingi geta ekki án takmarkana framselt öðrum löggjafarvaldið. Tilvist þessarar reglu má rekja til þess lýðræðisskipulags sem liggur til grundvallar stjómarskránni. Með reglunni er tryggður mikilvægur réttur almennings í landinu til þess að velja þá fulltrúa sem setja lögin sem honum er ætlað að fara eftir.25 I þessu samhengi má vísa til 22 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. 1, bls. 224. 23 Sjá hér einkum Jón Steinar Gunnlaugsson, Árna Kolbeinsson og Stefán Má Stefánsson: Skýrsla um lögleiðingu EES-gerða. Forsætisráðuneytið. 1998, bls. 14-15, en enn fremur má benda á efasemdir hjá Davíð Þór Björgvinssyni: „Tengsl EES-réttar og landsréttar". tílfljótur. 1995, bls. 152. 24 Þór Vilhjálmsson. Gunnar G. Schram, Stefán Már Stefánsson og Ólafur W. Stefánsson byggðu álit sitt til utanríkisráðherra um stjómarskrána og EES-samninginn sýnilega á þessum skilningi, sbr. bls. 10-11 í útgáfu utanríkisráðuneytisins frá ágúst 1992 á álitinu. 25 Siá Sigurð Líndal: „Stiómkerfi búvöruframleiðslunnar og stjómskipun íslands". tílfljót- ur/RÖST. 1992, bls. 67. 213
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.