Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 107

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 107
Við ofangreint mat á aðstæðum þurfa skattyfirvöld í vissum tilvikum að sýna fram á, að skattþegn hafi hagað einkaréttarlegum tilfæringum sínum þannig, að komast mætti hjá annars eðlilegri skattlagningu, t.d. með málamyndagemingi, sem væri ekki ætlað að hafa gildi samkvæmt efni sínu, eða óvenjulegum samningi við annan skattþegn, gerðum með það fyrir augum að sniðganga tiltekna skattlagningarheimild, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. í öðrum tilvikum reynir ekki á afstöðu skattþegna til einkaréttarlegra geminga, heldur leggja skattyfirvöld mat á aðstæður út frá staðreyndum. Er þá byggt á efni tiltekins gemings, eins og það hefur verið í raun og vem, en ekki heiti hans, ef það gefur annað til kynna“. Um síðastgreint atriði vísar umboðsmaður Alþingis til dóms Hæstaréttar H 1998 268, og segir síðan: „Að því virtu, sem hér hefur verið rakið, tel ég, að skattstjóra og yfirskattanefnd hafi verið heimilt og rétt, að taka sjálfstæða afstöðu til þess í máli A, hvert skattalegt eðli þeirrar greiðslu var, sem A var úthlutað úr Kjaradeilusjóði Meinatæknafélags íslands vorið 1994“. 8. NIÐURSTÖÐUR Því má halda fram að ákvæði 58. gr. laga nr. 75/1981 sé ígildi almennrar skattasniðgöngureglu eins og það hefur verið skýrt með hliðsjón af forsögu þess og dómum Hæstaréttar. Segja má að þegar dómstólar fjalla um „grunnreglu“ 58. gr. laganna (H 1997 385, Víftlfell) eða „hafa 58. gr. í huga“ við skýringu 56. gr. (H 1998 268, Frjálst framtak hinn síðari) sé í raun verið að tala um almenna skattasniðgöngureglu eða skattamisnotkunarreglu. Þá hafa dómstólar túlkað lagaákvæði með hliðsjón af almennum skattasnið- göngusjónarmiðum, sem lögskýringarsjónarmiði, þ.e. um rekstrarlegan tilgang ráðstöfunar, sbr. H 1997 385 (Vífilfell), en í héraðsdómi sem Hæstiréttur stað- festi segir: „Er ljóst samkvæmt framanskráðu, að tilgangur ákvæðisins hafi ekki verið sá einn að gera félögum kleift að kaupa tap annarra félaga og nýta sér það til skattaafsláttar“. í H 1998 268 (Frjálst framtak hinn síðari) segir: „Tilgangur ákvæðisins var því ekki sá að gera hlutafélögum kleift að kaupa tap annarra hlutafélaga og nýta sér hann til skattaafsláttar án tillits til annarra rekstrarlegra forsendna“. Ennfremur var vísað til þess að við skýringu ákvæðisins yrði að taka mið af markmiði löggjafarinnar og hafa í huga 58. gr. laga nr. 75/1981. í H 1998 1094 sem fjallar um túlkun á 25. gr. laga nr. 75/1981, er mælir fyrir um mælikvarða sem leggja skuli til grundvallar skattalegum útreikningi, er fallist á það með íslenska rikinu að samkvæmt orðum ákvæðisins sé það fortakslaust að því leyti „að samningur aðila um skiptingu söluverðs geti ekki raskað þeirri skattalegu útreikningsreglu, er í því felst, enda myndi slíkt stríða gegn jafnræði skattþegna og vera andstætt ofangreindum markmiðum laganna“. Ætla má að ganga megi lengra og telja að ólögfest meginregla gildi hér á landi um að heimilt sé að víkja ráðstöfunum til hliðar við skattlagningu og líta til raunveruleika ráðstafana. Það er því unnt að líta framhjá „sýndargemingum“ sem gerðir em í þeim eina tilgangi að komast hjá skattgreiðslum. I þessum til- vikum er um óvenjulega samninga að ræða sem verða ekki skýrðir með við- 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.