Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 14
meðferð opinberra mála með síðari breytingum. Þær reglur eru víðtækari en reglurnar voru upphaflega, en bótagrundvöllur hinn sami. I 100. gr. laga 3/1878, um skipti á dánarbúum og félagsbúum, o.fl. var ákvæði um varaábyrgð rrkissjóðs, ef tjónþoli gæti ekki fengið bætur greiddar úr hendi embættismanns, sem skyldaður hefði verið til að greiða honum skaða- bætur vegna tjóns er leiddi af aðgerðum við skipti á þeim búum, sem undir lögin féllu. Slík ákvæði eru ekki í lögum 20/1991, um skipti á dánarbúum o.fl., en þó skal bent á, að samkvæmt 4. mgr. 48. gr. þeirra laga er mælt fyrir um, að skiptastjóra beri að bæta tjón, sem hann kann að valda öðrum í starfi sínu, eftir almennum skaðabótareglum. Sams konar ákvæði er í 4. mgr. 77. gr. laga 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Skiptastjórar eru opinberir sýslunarmenn á meðan þeir gegna skiptastjórastarfa sínum. í 96. gr. aðfararlaga, 90/1989, er mælt fyrir um bótaskyldu gerðarbeiðanda vegna aðfarar til fullnustu kröfu eða réttinda, sem síðar er leitt í ljós að skilyrði skorti til, eða ef aðfarargerð hefur farið fram með ólögmætum hætti og verið felld úr gildi af þeim sökum að einhverju leyti eða öllu. Hafi sýslumaður eða fulltrúi hans sýnt af sér gáleysi við framkvæmd þeirrar athafnar, sem leitt hefur til tjóns, er heimilt samkvæmt 97. gr. laganna að beina bótakröfu einnig gegn ríkissjóði óskipt með gerðarbeiðanda. I 32. gr. lögræðislaga, 71/1997, er mælt fyrir um skaðabótaábyrgð ríkisins vegna nauðungarvistunar sjálfráða manns, ef lögmæt skilyrði hefur brostið til slíkrar aðgerðar, hún staðið lengur en efni stóðu til eða að henni staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt. Hér virðist ekki miðað við, að til þurfi að koma saknæm háttsemi starfsmanna ríkisins, þótt slíkt myndi oftast vera raunin. Sjá hér einnig 5. mgr. 67. gr. stjórnskipunarlaga, 33/1944, með síðari breytingum. I 10. gr. laga um brunavarnir og brunamál, 41/1992, segir, að þeir sem verði fyrir tjóni við störf í þágu brunavama eigi rétt á að fá tjónið bætt úr sveitarsjóði, enda verði tjónið ekki bætt af vátryggingafélagi. Hér virðist heldur ekki miðað við, að tjóni þurfi að vera valdið með saknæmum hætti. I 2. mgr. 50. gr. vegalaga, 45/1994, er ákvæði, sem felur í sér takmörkun á ábyrgð ríkisins (Vegagerðarinnar) á tjóni, sem kann að hljótast á þjóðvegum. Er mælt fyrir um, að ríkið (Vegagerðin) beri ekki ábyrgð á slíku tjóni, nema um sé að kenna stórkostlegu gáleysi starfsmanna hennar, og sannað sé, að slysi hefði ekki orðið afstýrt, þótt ökumaður hefði sýnt eðlilega varkárni. í 35. gr. laga um fjarskipti, 143/1996, er heimild fyrir þann, sem rekur fjarskiptaþjónustu að undanþiggja sig ábyrgð á tjóni, sem hann eða starfsmenn hans valda af gáleysi í starfseminni. í XI. kafla laga um póstþjónustu, 142/1996, eru ýmis ákvæði, sem lúta að skaðabótaskyldu þess, er annast póstþjónustu (grunnpóstþjónustu). I stuttu máli má segja, að efni þessara ákvæða takmarki bótaábyrgð, að því leyti að þau kveða á um, að viðkomandi sé undanþeginn ábyrgð á tjóni, sem verður vegna starfseminnar, nema að því er tekur til tiltekinna tegunda af póstsendingum, sbr. 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.