Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 76
Síðan er það í hæstaréttardómi H 1964 887 að skattyfirvöld hækkuðu skatt-
skyldar launatekjur A sem var einn aðalhluthafi í hlutafélagi sem rak vélbát. A
var skipstjóri á vélbátnum en skattskyldar tekjur hans samkvæmt skattframtali
voru mjög svipaðar hásetahlut. Ríkisskattanefnd taldi að tekjur hans ættu að
vera hærri og hækkaði tekjur A til skatts og vísaði til kjarasamnings er kvað á
um að laun skipstjóra skyldu vera tvöfaldur hásetahlutur. I forsendum dóms
Hæstaréttar er tekið fram að það brysti heimild í lögum til að reikna A tekju-
skatt af hærri fjárhæð sem launum frá hlutafélaginu fyrir þetta tiltekna ár. Það
er síðan í kjölfar þessa dóms að lögum um tekjuskatt og eignarskatt var breytt
með 15. gr. laga nr. 30/1971 og er þetta ákvæði í núgildandi 58. gr. laga nr.
75/1981. Sjá má af athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr.
30/1971, en það er rakið í kafla 5.4 í grein þessari, að verið sé að koma í veg
fyrir undandrátt tekna frá skatti með þeim hætti sem nokkuð hafði tíðkast.
Meðal annars er tekið dæmi af skipstjóra á skipi sem ef til vill væri í eigu fyrir-
tækis eða einstaklinga sem skipstjórinn væri með einhverjum hætti tengdur.
Skipstjórinn teldi sig hafa óverulegar mánaðartekjur en safnaði skuldum sem
næmu hundruðum þúsunda króna við útgerðarfyrirtækið á hverju ári. Ákvæðið
veiti heimild til að líta framhjá formi geminga af þessu tagi og telja aðilum til
tekna þau raunverulegu verðmæti sem þeir fá til ráðstöfunar með þessum
sérstöku samningum eða skilmálum.
I hæstaréttardómi, H 1994 759 taldi rrkið sem var annar málsaðili að verið
væri að sniðganga skattalög í málinu og jafnframt að 1. mgr. 58. gr. laga nr.
75/1981 ætti við. Hæstiréttur dæmdi málið hins vegar á öðrum grundvelli. í
hæstaréttardómi H 1997 385 var vísað til grunnreglu ákvæðisins í héraðsdómi
sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna að þessu leyti. Ennfremur var
beinlínis vísað til 58. gr. tiltvitnaðra laga í H 1997 602 og í H 1998 268 kom
fram að hafa þurfi 58. gr. laganna í huga við skýringu tiltekins lagaákvæðis.
Við skoðun á úrskurðum ríkisskattanefndar og yfirskattanefndar og úrlausn-
um dómstóla er ljóst að mikil fjölgun mála hefur orðið hin síðari ár, sérstaklega
frá árinu 1996, er snerta skýringu og túlkun 58. gr. laga nr. 75/1981.25
5. LAGAÁKVÆÐI TIL AÐ FYRIRBYGGJA SKATTASNIÐGÖNGU
5.1 Reiknað endurgjald
Samkvæmt 2. mgr. 1. tölul. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981 skal maður sem
vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi telja sér til tekna eigi
lægra endurgjald fyrir starf sitt og hefði hann innt það af hendi fyrir óskyldan
25 Fjölgun mála er snertu skattasniðgöngu varð á hinum Norðurlöndunum milli 1970 og 1980, sbr.
Jan Pedersen: Skatteudnyttelse. 1989, bls. 103. Nefna má að sett voru lög í Svíþjóð er beindust
gegn skattasniðgöngu árið 1981 og hinn frægi danski dómur um „Einkaleyfaumboðsskrifstofuna"
er frá 1984 (UfR 1984.784). Mál vegna skattasniðgöngu og umræða hér á landi virðist því vera um
áratug á eftir því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Þó ber að hafa í huga að núgildandi 58. gr.
laga nr. 75/1981 var sett með 15. gr. laga nr. 30/1971 en ákvæðinu var hins vegar lítið beitt fyrr en
á árinu 1996.
228