Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 104

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 104
Hér vísa dómstólar hvorki til 58. gr. laga nr. 75/1981 beint né grunnreglu hennar. Er því litið framhjá þessari ráðstöfun, þ.e. stofnun sameignarfélagsins, í skattalegu tilliti. Eini tilgangur þessara tilfæringa er að greiða lægri skatta en þeir hefðu gert, og skattalög gerðu ráð fyrir við þessar aðstæður, ef ekki hefði komið til þessara sérstöku eða óvenjulegu ráðstafana. Ekki verður annað séð en að þessi niðurstaða sé í samræmi við fræðikenningar í skattarétti. Áréttað skal að það eru skattyfirvöld sem meta hvort tilteknar ráðstafanir séu gildar að skattarétti, undir eftirliti dómstóla. Hér má vísa til H 1997 602 (Frjálst framtak hinn fyrri) um hlutafjárhækkun en þær hækkanir höfðu verið tilkynntar hluta- félagaskrá og birtar athugasemdalaust í Lögbirtingablaði. Niðurstaðan var sú að ekki hafi verið greitt fyrir umrædda hlutafjárhækkun í reiðufé og talið að ekki hafi verið sýnt fram á hvaða raunverulegt fjármagn hafi runnið til félagsins á grundvelli skuldabréfa er í málinu greindi. Ekki var talið unnt að byggja á þessari hlutafjárhækkun í skattalegu tilliti. Því var haldið fram í síðastgreindu máli að það ætti aðeins undir hlutafélagaskrá að meta þetta og þar sem sú stofnun hefði enga athugasemd gert væru skattyfirvöld bundin við þetta eins og önnur stjórnvöld og borgarar. Þá var því haldið fram að skattyfirvöld gætu ekki lagt til grundvallar við skattlagningu aðrar staðreyndir en giltu í lögskiptum á milli manna og hlotið höfðu formlega staðfestingu þeirra stjórnvalda sem um það fjölluðu. Var í þessu sambandi m.a. vísað til H 1995 2338 (Pharmaco) þar sem tilkynning til hlutafélagaskrár um útgáfu jöfnunarhlutabréfa var talin ráð- andi við skattlagninguna. Ekki var fallist á þessi sjónarmið. Niðurstaðan er því sú að skattyfirvöld meta hvort ráðstafanir geti orðið grundvöllur skattlagningar. H 1998 268 (Frjálst framtak hinn síðari) I málinu var meðal annars deilt um launatengd gjöld. Töldu skattyfírvöld að félagið ætti að greiða þessi gjöld þar sem starfsmenn félagsins, sem unnu við auglýsinga- sölu, innheimtu, ljósmyndun, áskriftarsölu, prófarkalestur, ræstingu, ritstjórn, skrif- stofustörf og ýmist önnur tilgreind störf, og fengu greiðslu sem verktakar, væru í raun launþegar. Hæstiréttur segir: „Skattyfirvöld hafa að vísu ekki heimild til að skipta sér af einstökum ráðningarsamningum hlutafélaga, en þau hafa hins vegar heimild til að leggja sjálfstætt mat á það hvort einkaréttarlegir gerningar hafi í raun leitt til einhverra þeirra aðstæðna sem byggt verður á við skattlagningu. Þau höfðu þannig formlega heimild til að leggja mat á það hvort samningar þeir er [félagið] gerði við starfsfólk sitt skyldu metnir sem vinnusamningar í skattalegu tilliti eða sem verksamningar. Við það mat skiptir ekki máli hvað samningarnir voru kallaðir heldur hvernig farið var með þá í rekstri fyrirtækisins og bókhaldi“. Síðan eru rakin ýmis atriði sem talin voru styðja það sjónarmið skattyfirvalda að um launþega væri að ræða og var kröfum félagsins synjað um að breytingar skattyfírvalda yrðu felldar úr gildi en skattyfirvöld höfðu vikið þessum samningum til hliðar þar sem raunverulegt efni þeirra var launþegasamband en ekki samband verktaka og verkkaupa. Úrskurður yfirskattanefndar nr. 110/1998 í máli þessu voru málsatvik sambærileg og í H 21. janúar 1999 (mál nr. 237/1998) Partafélagsmálinu. Yfirskattanefnd tekur með nokkuð öðrum hætti á málinu. 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.