Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 17
d. að heimildarskjali, sem greint er í 2. málsgr. 33. gr., er þinglýst og aðili hefur gert
samning um fasteign, skrásett loftfar og skip, 5 smálestir eða stærra, í trausti þess, að
skjalið væri gilt.
í 50. gr. frumvarpsins var svofellt ákvæði:
Mál til bóta eftir 49. gr. skal höfða á hendur ríkissjóði innan 6 mánaða frá því að aðila
varð kunnugt eða gat orðið kunnugt um tjón sitt. Bætur samkvæmt þessari grein geta
aldrei farið fram úr kr. 100.000.00, að því er hvert einstakt bótamál varðar.
í almennum skýringum í greinargerð með frumvarpinu, þar sem grein er gerð
fyrir helztu nýjungum í því, kemur fram að hér sé um algert nýmæli að ræða í
þinglýsingarlöggjöf, „... en þó má vera að stundum verði ríkissjóður sóttur til
bóta í þessum tilfellum nú samkvæmt almennum reglum um fébótaábyrgð ríkis-
sjóðs á mistökum starfsmanna í sýslu þeirra“.28
I skýringum í frumvarpinu við ákvæðið sjálft kemur m.a. fram, að ákvæðið
sé að efni til svipað og bótaákvæði í dönskum, norskum og sænskum þinglýs-
ingalögum, en þau lög voru að mörgu leyti byggð á þeim hugmyndum, sem Fr.
Vinding Kruse hafði sett fram og áður er getið. Um rök fyrir setningu slfkrar
bótareglu er fyrst og fremst vísað til þess, að hún hefði vamaðaráhrif og leiði til
vandaðri vinnubragða starfsmanna ríkisins, sem sinntu þinglýsingum og yki
traust manna á þinglýsingastarfsemi. „Það er því eðlilegt í hvívetna að fella
slíka bótaskyldu á ríkissjóð, sem um ræðir í þessari grein“.29 Þá er einnig tekið
fram, að ríkissjóður hafi af þessari starfsemi miklar tekjur og geti að auki tryggt
sig fyrir þeirri áhættu, sem bótaábyrgðin felur í sér.
Sé orðalag 49. gr. frumvarpsins athugað vekur það athygli, að í texta þess er
einungis á því byggt, að tjón sé bótaskylt, ef það er sennileg afleiðing mistaka
þinglýsingardómara (nú þinglýsingarstjóra. Hér eftir mun aðeins talað um þing-
lýsingarstjóra til þægindaauka). Jafnframt er sérstaklega tekið fram, að tjónið
megi ekki vera vegna eigin sakar tjónþola. Reglan gerir sem sagt ekki ráð fyrir
því, að til þurfi að koma saknæm háttsemi þeirra sem sinna þinglýsingum. í
skýringum í greinargerð sýnist hins vegar ótvírætt gert ráð fyrir því, að mistök
þurfi að fela í sér saknæma háttsemi þeirra, sem sinna þinglýsingum til að bóta-
ábyrgð komi til. Þessar skýringar í greinargerð vekja nokkra undrun í ljósi þess,
að sambærileg ákvæði í norskum og dönskum þinglýsingalögum voru skýrð
svo, að ekki þyrfti að koma til saknæm háttsemi.30 í skýringunum er einnig bætt
við, þegar fjallað er um eigin sök tjónþola, að bótaréttur hans geti takmarkast
eða fallið niður, ef hann leiðir rétt sinn frá aðilja, sem á sök á tjóni, svo og t.d.
ef starfsmaður bótakrefjanda á sök á þessum misfellum eða annar sá maður sem
28 Alþingistíðindi 1959, A-deild, bls. 754.
29 Alþingistíðindi 1959, A-deild, bls. 791.
30 Um skýringu á bótaákvæðum norsku og dönsku þinglýsingalaganna má t.d. vísa til; Þorgeir Ör-
lygsson: Þinglýsingar - Mistök í þinglýsingum - Réttarreglur, bls. 177-181.
169