Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 19
Regla 49. gr. þinglýsingalaga hljóðar svo: Nú hlýtur maður tjón, sem telja verður sennilega afleiðingu af mistökum þinglýs- ingarstjóra eða af atvikum, sem greinir í d- og e-liðum þessarar greinar, en bóta- krefjandi á sjálfur ekki sök á því, og á hann þá rétt á bótum úr ríkissjóði, ef tjónið stafar af því: a. Að hann hefur treyst þinglýsingarvottorði þinglýsingarstjóra, sbr. 9. gr., eða vottorði þinglýsingarstjóra um efni þinglýsingabóka (veðbókarvottorði), enda sé aðili grandlaus. b. Að skjali, sem borist hefur til þinglýsingar, hefur ekki verið þinglýst, eða þinglýst of seint. c. Að skjal verður að þoka fyrir síðar þinglýstu skjali samkvæmt 18. gr. d. Að heimildarskjali, sem greint er í 2. mgr. 33. gr., er þinglýst og aðili hefur gert samning um fasteign eða skrásett skip, 5 rúmlestir eða stærra, í trausti þess, að skjalið væri gilt. e. Að ákvæði 38. eða 50. gr. hafa leitt til þess að réttindi hans féllu niður. Samkvæmt orðanna hljóðan þarf tjón sem a-c liðir taka til að verða vegna mistaka, en slíkar kröfur eru ekki gerðar vegna tjóns, sem verður vegna d og e liða. Áður hafa verið leidd rök að því, með vísan til tilgangs bótaákvæðisins og forsögu þess, að ekki beri að takmarka bótaábyrgð ríkissjóðs við saknæm mistök þegar metin er skaðabótaskylda samkvæmt a-c liðum. í öllum tilvikum getur eigin sök tjónþola girt fyrir rétt hans til skaðabóta. Rétt er að vekja athygli á því, að réttaráhrif eigin sakar í þessum tilvikum sýnast eiga að vera í samræmi við almennar reglur, þ.e. leiða til skerðingar á rétti tjónþola til bóta og til brottfalls slrks réttar að fullu, ef eigin sök er mikil.36 6. BEITING 49. GR. ÞINGLÝSINGALAGA í DÓMAFRAMKVÆMD Ekki sýnist hafa verið látið reyna á rétt til skaðabóta samkvæmt 49. gr. þing- lýsingalaga fyrir Hæstarétti fyrstu árin eftir gildistöku þeirra. Á árunum 1993- 1998 gengu á hinn bóginn nokkrir dómar þar sem reyndi á ákvæðið og verða þeir reifaðir stuttlega að neðan. H 1993 644 G keypti tvö skuldabréf útgefin af I hjá verðbréfafyrirtæki. Voru skuldabréfin tryggð með veði í fasteign við Torfufell í Reykjavík. Skuldabréfum þessum hafði verið þinglýst án athugasemda, en í þeim var ákvæði með smáu letri, sem hljóðaði svo: „Kröfuhafa eru kunnar þinglýstar kvaðir, er á eigninni hvfla“. íbúð sú, sem veðsett var til tryggingar skuldinni samkvæmt skuldabréfunum, féll undir ákvæði laga um Húsnæðisstofnun nkisins og var eignarréttur að henni háður ýmsum kvöðum og tak- mörkunum. Skuldabréfin lentu í vanskilum og var hin veðsetta íbúð seld nauð- ungarsölu á uppboði til fullnustu áhvflandi veðskuldum. Húsnæðisstofnun nkisins neytti réttar síns og fékk íbúðina lagða sér út á matsverði, sem ekki dugði til þess að 36 Alþingistíðindi 1977-78, A-deiId, bls. 1416. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.