Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 65
löggjafarvald. Fyrir tilvist bótareglunnar fá EES-reglur þau réttaráhrif að ein- staklingar geta byggt á þeim bótarétt hérlendis án þess að nokkur trygging sé fyrir því að löggjafinn hafi haft þær til umfjöllunar. Bótareglan verður ekki skilin frá efnislegu inntaki þeirra EES-reglna sem mál varðar hverju sinni. Bótareglan felur það í sér að löggjafinn takmarkar vald sitt til að ráða löggjafar- málum til lykta við að fjalla um þau eftir á í staðinn fyrir að fjalla um þau fyrirfram Ifkt og honum er skylt. Að lokum er minnt á að meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis komst svo að orði þegar nefndin fjallaði um samrýmanleika EES-samningsins við íslensku stjórnarskránna: Er enginn ágreiningur um að aðild íslands að EB mundi krefjast stjómarskrár- breytingar. Hins vegar eiga umræður um það mál ekkert erindi þegar rætt er um aðild íslands að EES.28 í greinargerð með EES-lögunum var gert ráð fyrir því að EES-samningurinn væri þjóðréttarsamningur í hefðbundnum skilningi.29 Nú hefur EFTA-dóm- stóllinn hins vegar slegið því föstu að EES-samningurinn sé þjóðréttarsamn- ingur „sérstaks eðlis“. Er því eðlilegt að líta svo á að nú eigi umræður um stjómarskrárbreytingar fullt erindi þegar rætt er um aðild Islands að EES. 4.3 Réttarfarsatriði Það er athyglisvert að í héraðsdómi í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur sem var kveðinn upp þann 18. mars 1999 var í nokkuð löngu máli fjallað um skýr- ingu EES-samningsins og fallist á álit EFTA-dómstólsins. Hins vegar var ekkert fjallað um skýringu laga nr. 2/1993 og er það nokkuð sérkennilegt en sam- kvæmt f-lið 114. gr. laga nr. 91/1991 ber dómi að semja rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði. Það má sjálfsagt velta því fyrir sér í ljósi reglunnar um tvígreiningu í landsrétt og þjóðarétt hvort áskilnaði tilvitnaðs ákvæðis sé fullnægt enda skortir rökstudda niðurstöðu um veigamikið laga- atriði. í sjálfu sér kann það að helgast af því að aðilar málsins hafa ekki byggt á því að lögin standist ekki stjómarskrá eða að þau beri að skýra á tiltekinn hátt. Það hefði þó ekki átt að standa umfjöllun dómsins í vegi enda um lagaatriði að ræða sem aðilar málsins hafa ekki forræði yfir. Dómstólum ber að beita lög- gjöfinni óháð því hvort aðilar hafa léð máls á þýðingu einstakra lagaákvæða fyrir úrlausn krafna sinna. Þá er aðstaðan sú að máli sem varðar stjórnskipulegt gildi EES-samningsins hefur verið vísað frá dómi vegna skorts á lögvörðum hagsmunum, sbr. H 1994 1451. Þetta er gagnstætt því sem hefur tíðkast í ýms- um Evrópubandalagsríkjum en þar hafa sérstök dómsmál verið höfðuð, t.d. því til staðfestu að Maastricht-sáttmáli Evrópubandalagsins brjóti gegn stjórnar- 28 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. 372, bls. 2559. 29 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. 1, bls. 50. 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.