Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Side 65
löggjafarvald. Fyrir tilvist bótareglunnar fá EES-reglur þau réttaráhrif að ein-
staklingar geta byggt á þeim bótarétt hérlendis án þess að nokkur trygging sé
fyrir því að löggjafinn hafi haft þær til umfjöllunar. Bótareglan verður ekki
skilin frá efnislegu inntaki þeirra EES-reglna sem mál varðar hverju sinni.
Bótareglan felur það í sér að löggjafinn takmarkar vald sitt til að ráða löggjafar-
málum til lykta við að fjalla um þau eftir á í staðinn fyrir að fjalla um þau
fyrirfram Ifkt og honum er skylt.
Að lokum er minnt á að meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis komst svo
að orði þegar nefndin fjallaði um samrýmanleika EES-samningsins við íslensku
stjórnarskránna:
Er enginn ágreiningur um að aðild íslands að EB mundi krefjast stjómarskrár-
breytingar. Hins vegar eiga umræður um það mál ekkert erindi þegar rætt er um aðild
íslands að EES.28
í greinargerð með EES-lögunum var gert ráð fyrir því að EES-samningurinn
væri þjóðréttarsamningur í hefðbundnum skilningi.29 Nú hefur EFTA-dóm-
stóllinn hins vegar slegið því föstu að EES-samningurinn sé þjóðréttarsamn-
ingur „sérstaks eðlis“. Er því eðlilegt að líta svo á að nú eigi umræður um
stjómarskrárbreytingar fullt erindi þegar rætt er um aðild Islands að EES.
4.3 Réttarfarsatriði
Það er athyglisvert að í héraðsdómi í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur sem
var kveðinn upp þann 18. mars 1999 var í nokkuð löngu máli fjallað um skýr-
ingu EES-samningsins og fallist á álit EFTA-dómstólsins. Hins vegar var ekkert
fjallað um skýringu laga nr. 2/1993 og er það nokkuð sérkennilegt en sam-
kvæmt f-lið 114. gr. laga nr. 91/1991 ber dómi að semja rökstudda niðurstöðu
um sönnunaratriði og lagaatriði. Það má sjálfsagt velta því fyrir sér í ljósi
reglunnar um tvígreiningu í landsrétt og þjóðarétt hvort áskilnaði tilvitnaðs
ákvæðis sé fullnægt enda skortir rökstudda niðurstöðu um veigamikið laga-
atriði. í sjálfu sér kann það að helgast af því að aðilar málsins hafa ekki byggt
á því að lögin standist ekki stjómarskrá eða að þau beri að skýra á tiltekinn hátt.
Það hefði þó ekki átt að standa umfjöllun dómsins í vegi enda um lagaatriði að
ræða sem aðilar málsins hafa ekki forræði yfir. Dómstólum ber að beita lög-
gjöfinni óháð því hvort aðilar hafa léð máls á þýðingu einstakra lagaákvæða
fyrir úrlausn krafna sinna. Þá er aðstaðan sú að máli sem varðar stjórnskipulegt
gildi EES-samningsins hefur verið vísað frá dómi vegna skorts á lögvörðum
hagsmunum, sbr. H 1994 1451. Þetta er gagnstætt því sem hefur tíðkast í ýms-
um Evrópubandalagsríkjum en þar hafa sérstök dómsmál verið höfðuð, t.d. því
til staðfestu að Maastricht-sáttmáli Evrópubandalagsins brjóti gegn stjórnar-
28 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. 372, bls. 2559.
29 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. 1, bls. 50.
217