Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 93

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 93
Skattyfirvöld töldu að ekki yrði byggt á tilkynntum hlutafjáraukningum í skattalegu tilliti þar sem í raun hafi ekki verið greitt neitt nýtt hlutafé til Frjáls framtaks. Héraðsdómur orðar það þannig: „Það verður að fallast á það með stefnda [ríkinu], að með umræddum hlutafjár- aukningum runnu ekki raunverulegir fjármunir til stefnanda [Frjáls framtaks hf.] og umræddar aðgerðir hafi gefið til kynna betri eiginfjárstöðu hjá stefnanda [Frjálsu framtaki hf.] en hún raunverulega var“. Frjálst framtak hf. hélt því fram að skattyfirvöld væru bundin af tilkynningum til hlutafélagaskrár og með því að ekki hafi komið fram athugasemdir frá hluthöfum, lánardrottnum eða hlutafélagaskrá verði skattyfirvöld að leggja það til grundvallar að hlutafé hafi raunverulega hækkað. Um þetta segir héraðsdómur: „Unnt er að fallast á það með stefnendum að skattyfirvöld hafi almennt ekki afskipta- rétt af innri málefnum hlutafélaga og viðskiptum þeirra við hluthafa og lánardrottna. Það er hins vegar meginregla að skattyfirvöldum sé heimilt að leggja sjálfstætt mat á það hvort einkaréttarlegir gemingar hafi í raun leitt til einhverra þeirra aðstæðna sem byggt verður á við skattlagningu og breyta þá engu þar um tilkynningar þeirra aðila sem í hlut eiga til opinberra aðila“. Þessari kröfu var því hafnað. Hæstiréttur staðfesti þetta með vísun til þess að um væri að ræða óvenjuleg viðskipti, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981, sem full ástæða var fyrir skattyfirvöld að kanna nánar og segir síðan: „Telja verður, að skattyfirvöldum hafi, sbr. 96. gr. sömu laga, verið heimilt að meta það, hvort framangreind hlutafjárhækkun, eins og að henni var staðið, gæti orðið gmndvöllur skattlagningar". Hér kemur sérstaklega skýrt fram hjá héraðsdómi að byggja eigi á því sem raunverulega gerist og skattyfirvöld haft heimildir til að leggja sjálfstætt mat á hvort einkaréttarlegir gemingar hafi í raun leitt til aðstæðna sem byggja eigi skattlagningu á. Þessi niðurstaða virðist vera í fullu samræmi við fræðikenn- ingar í skattarétti. Hæstiréttur staðfestir þetta með vísun til 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 og því e.t.v. talið að nauðsynlegt væri að finna niðurstöðunni stoð í tilteknu lagaákvæði. H 1998 268 (Frjálst framtak hinn síðari) Málið snerti meðal annars sammna hlutafélaga og það hvort uppfyllt væm ákvæði 56. gr. laga nr. 75/1981. Hæstiréttur segir um tilgang ákvæðisins að hann hafi „ekki [verið] sá að gera hlutafélögum kleift að kaupa tap annarra hlutafélaga og nýta sér hann til skattafsláttar án tillits til annarra rekstrarlegra forsendna. Við skýringu á hér- greindu ákvæði þykir verða að hafa mið af ofangreindu markmiði (sem var að greiða fyrir sammna í skattalegu tilliti) svo og að hafa jafnframt í huga ákvæði 58. gr. sömu laga“. Var talið að umrædd sameining uppfyllti ekki skilyrði 56. gr. laga nr. 75/1981 og hafi því verð óheimilt að nýta ónotað tap hins yfirtekna félags til frádráttar tekjum Frjáls framtaks hf. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. febrúar 1998 (I. Guðmundsson) Málavextir voru þeir að 1991 keyptu H og Þ sameignarfélagið S á 732.000 kr. Sam- eignarfélagið hafði þá ekki haft með höndum rekstur í nokkur ár en átti ónotað yfirfæranlegt tap að fjárhæð 7.320.860 kr. 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.