Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 102

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 102
þó einungis eina tiltekna eign hlutafélagsins, þ.e. verksmiðjuna á Dagverðareyri ásamt búnaði hennar, og var svokallað andvirði hlutabréfanna, 75 að tölu, er ákveðið var kr. 600.000.00, var miðað við söluverð verksmiðju þessarar, það sama verð, er forráðamenn hlutafélagsins höfðu áður boðist til að selja verksmiðjuna fyrir. Kaupu- nautar skyldu auk þess ganga inn í kaup á síldarpressu frá Ameríku og sömuleiðis inn í kaup á síldarpokum og endurgreiða seljendum kaupverð þeirra. Hins vegar voru á undan kaupunum teknar aðrar eignir hlutafélagsins Dagverðareyrar og útistandandi skuldir, hvort tveggja að fjárhæð kr. .... Þá tóku og seljendur, þ.e. hluthafar í h/f Dagverðareyri, að sér greiðslu allra skulda hlutafélagsins, að fjárhæð ..., enda skyldu þær vera kaupendum verksmiðjunnar óviðkomandi. Framkvæmdu seljendur síðan skuldaskil á þessum eignum og skuldum, og stóðu þau skuldaskil fram á árið 1943. Kaupendur verksmiðjunnar hófu hins vegar frá 10. apríl 1941 að telja sjálfstæðan rekstur í hinni keyptu verksmiðju, og var þessi atvinnurekstur kaupenda algerlega óháður skuldaskiptum af rekstri fyrri eigenda verksmiðjunnar". Síðan segir: „Af því sem nú hefur rakið verið, verður að leiða þá ályktun, að hið raunverulega efni samningsins frá 10. apríl [svo] 1941 hafi einungis verið sala á verksmiðjunni á Dagverðareyri ásamt búnaði og jafnframt hafi hafist félagsslit og skuldaskil h/f Dagverðareyrar". Úrskurður fógeta var því staðfestur. Hér var því litið til þess hve óvenjulegur umræddur samningur var og ýmis atvik talin leiða til þess að hið raunverulega efni samningsins væri annað en það sem samningurinn kvað beinlínis á um. Skattlagningin réðist af því sem raun- verulega gerðist. Þessi niðurstaða er fengin án sérstakrar tilvísunar til laga- ákvæða sem heimiluðu að litið væri framhjá formi gerninga við skattlagningu. H 1952 416 (Dagverðareyri - hinn síðari) Málið varðar sömu lögskipti og í fyrra Dagverðareyrarmálinu, þ.e. söluna á um- ræddri verksmiðju, en deilt var um hvort Djúpavík hf. skyldi greiða skatta vegna rekstur síldarbræðsluverksmiðjunnar á Dagverðareyri. í héraðsdómi er talið að raun- vemlegt efni samningsins frá 9. apríl 1941 hafi einungis verið sala á verksmiðjunni og því hafist félagsslit hlutafélagsins Dagverðareyrar. Hlutabréfin 75 í félaginu vom framseld 7 kaupendum og komu 69 í hlutabréf í hlut Djúpavíkur hf. og eitt bréf í hlut hvers hinna. Fram kemur að í bókum Djúpavíkur hf. hafi verið talið að það félag hefði keypt öll hlutabréfin og andvirði þeirra verið greitt úr sjóði hans í aprílmánuði 1941. Þá er tekið fram að hinir sex aðilamir höfðu ekki talið hlutabréfm sem sína eign á skattframtali. Síðan segir í dóminum: „Af því, sem nú hefur verið rakið, verður að leiða þá ályktun, að stefndi hafi raunvemlega verið kaupandi verksmiðj- unnar og að atvinnurekstur hennar hafí mnnið saman við annan atvinnurekstur stefnda“. Hækkun skattlagningar var því staðfest. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóms með vísan til forsendna. Hér er einnig byggt á því sem raunverulega gerist þegar atvik málsins eru metin heildstætt og skattlagning byggð á því án sérstakrar lagatilvísunar. H 21. janúar 1999 (mál nr. 237/1998) - (Partafélagið sf.) Málið snerist um skattlagningu á Partafélagið sf. Skattstjóri felldi niður skattlagn- ingu á félagið og var skattlagningin færð á aðila félagsins með úrskurði dags. 3. mars 1997. I úrskurði skattstjóra segir að í hnotskum snúist mál þetta um það hvort það 254
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.