Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 9
2. ÞRÓUN REGLNA UM BÓTAÁBYRGÐ RÍKISINS 2.1 Breytingar í norrænum rétti á árunum frá 1875 til 1931 Reglur um bótaábyrgð ríkisins voru nokkuð til umræðu og umfjöllunar meðal norrænna lögfræðinga á síðari hluta síðustu aldar. Málefnið var m.a. til umfjöllunar á norræna lögfræðingamótinu í Stokkhólmi 1875. Niðurstaða framsögumanns um efnið um stöðu gildandi réttar var afdráttarlaus. Þegar dró að lokum umfjöllunar hans setti hann fram eftirfarandi skoðun: Har den foregaaende Undersögelse af Retsspörgsmaalet godtgjort, at det er alminde- lig Regel i dansk Ret, at Statskassen ikke er forpligtet til at erstatte det Tab, som Statens Embedsmænd ved deres Forseelser i Embedsforhold paaföre Borgerne, saa rejser sig endelig endnu det politiske Spörgsmaal, om og hvor vidt der maatte være Anledning til at reformere den gjældende Ret paa dette Punkt i Erkjendelse af, at det, skjönt ikke strængt taget nödvendig, dog maa anses for forsvarligt og hensigts- mæssigt at paalægge Statskassen en slig Erstatningspligt.3 Framsögumaður taldi þá ekki sérstaka ástæðu til að breyta reglum í þá veru að viðurkenna bótaábyrgð ríkisins, a.m.k. væri ekki ástæða til að ganga lengra en svo, að sú ábyrgð væri til vara, þ.e. eftir að tjónþoli hafði fengið viðurkennda kröfu sína á hendur viðkomandi embættismanni og árangurslaust reynt að leita fullnustu bótakröfu sinnar hjá honum.4 Það athugast, að hér er átt við bóta- ábyrgð ríkisins í ólögfestum tilvikum. Umfang ríkisins og starfsemi þess, bæði stjómsýslunnar og á sviði einka- réttar, tók að vaxa mjög á síðustu öld og þó einkum, þegar kom fram á þessa öld og hefur lítið lát verið á síðan. Spurningin um bótaábyrgð ríkisins var því æ meira í brennidepli, þegar kom fram á þessa öld. Málefnið var til umfjöllunar á norræna lögfræðingamótinu í Stokkhólmi 1931. Á þeim tíma, sem liðið hafði frá lögfræðingamótinu 1875, höfðu greinilega orðið miklar breytingar á gild- andi rétti. Framsögumaður gerði grein fyrir réttarstöðunni á Norðurlöndunum á þessu sviði.5 í stuttu máli var niðurstaða hans sú, að í Noregi gildi sú meginregla, að ríkið beri beina skaðabótaábyrgð á tjóni, sem embættismenn valda við störf sín í stjórnsýslunni einstökum borgurum eða lögpersónum. Réttarstöðunni á þess- um tíma í Danmörku er lýst með sama hætti, reyndar gengið lengra og í því efni vísað til skoðana danskra fræðimanna um, að til greina komi að fella bóta- 3 Henning Matzen: Förhandlingar vid andra nordiska juristmötet. Bilaga 9, bls. 273-313, hér bls. 304. 4 Henning Matzen: Förhandlingar við andra nordiska juristmötet. Bilaga 9, bls. 310-313. Um röksemdir fyrir þessari afstöðu og fyrir gagnstæðum skoðunum, sem síðar komu fram, má vísa til samantektar Jóns P. Emils í grein hans „Verður fébótaábyrgð hins opinbera skipað með samræmdri löggjöf á Norðurlöndum?" Úlfljótur. 4. tbl. 1962, bls. 165-168. 5 Frede Castberg: Förhandlingama á det femtonde nordiska juristmötet. Bilaga II, bls. 5-69, einkum bls. 10-31. Um réttarstöðuna í norskum rétti, sjá einkum bls. 17-18, dönskum rétti, sjá einkum bls. 23, sænskum rétti, sjá einkum bls. 29 og finnskum rétti, sjá einkum bls. 25-26. 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.