Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 9
2. ÞRÓUN REGLNA UM BÓTAÁBYRGÐ RÍKISINS
2.1 Breytingar í norrænum rétti á árunum frá 1875 til 1931
Reglur um bótaábyrgð ríkisins voru nokkuð til umræðu og umfjöllunar
meðal norrænna lögfræðinga á síðari hluta síðustu aldar. Málefnið var m.a. til
umfjöllunar á norræna lögfræðingamótinu í Stokkhólmi 1875. Niðurstaða
framsögumanns um efnið um stöðu gildandi réttar var afdráttarlaus. Þegar dró
að lokum umfjöllunar hans setti hann fram eftirfarandi skoðun:
Har den foregaaende Undersögelse af Retsspörgsmaalet godtgjort, at det er alminde-
lig Regel i dansk Ret, at Statskassen ikke er forpligtet til at erstatte det Tab, som
Statens Embedsmænd ved deres Forseelser i Embedsforhold paaföre Borgerne, saa
rejser sig endelig endnu det politiske Spörgsmaal, om og hvor vidt der maatte være
Anledning til at reformere den gjældende Ret paa dette Punkt i Erkjendelse af, at det,
skjönt ikke strængt taget nödvendig, dog maa anses for forsvarligt og hensigts-
mæssigt at paalægge Statskassen en slig Erstatningspligt.3
Framsögumaður taldi þá ekki sérstaka ástæðu til að breyta reglum í þá veru
að viðurkenna bótaábyrgð ríkisins, a.m.k. væri ekki ástæða til að ganga lengra
en svo, að sú ábyrgð væri til vara, þ.e. eftir að tjónþoli hafði fengið viðurkennda
kröfu sína á hendur viðkomandi embættismanni og árangurslaust reynt að leita
fullnustu bótakröfu sinnar hjá honum.4 Það athugast, að hér er átt við bóta-
ábyrgð ríkisins í ólögfestum tilvikum.
Umfang ríkisins og starfsemi þess, bæði stjómsýslunnar og á sviði einka-
réttar, tók að vaxa mjög á síðustu öld og þó einkum, þegar kom fram á þessa
öld og hefur lítið lát verið á síðan. Spurningin um bótaábyrgð ríkisins var því æ
meira í brennidepli, þegar kom fram á þessa öld. Málefnið var til umfjöllunar á
norræna lögfræðingamótinu í Stokkhólmi 1931. Á þeim tíma, sem liðið hafði
frá lögfræðingamótinu 1875, höfðu greinilega orðið miklar breytingar á gild-
andi rétti.
Framsögumaður gerði grein fyrir réttarstöðunni á Norðurlöndunum á þessu
sviði.5 í stuttu máli var niðurstaða hans sú, að í Noregi gildi sú meginregla, að
ríkið beri beina skaðabótaábyrgð á tjóni, sem embættismenn valda við störf sín
í stjórnsýslunni einstökum borgurum eða lögpersónum. Réttarstöðunni á þess-
um tíma í Danmörku er lýst með sama hætti, reyndar gengið lengra og í því efni
vísað til skoðana danskra fræðimanna um, að til greina komi að fella bóta-
3 Henning Matzen: Förhandlingar vid andra nordiska juristmötet. Bilaga 9, bls. 273-313, hér bls.
304.
4 Henning Matzen: Förhandlingar við andra nordiska juristmötet. Bilaga 9, bls. 310-313. Um
röksemdir fyrir þessari afstöðu og fyrir gagnstæðum skoðunum, sem síðar komu fram, má vísa til
samantektar Jóns P. Emils í grein hans „Verður fébótaábyrgð hins opinbera skipað með samræmdri
löggjöf á Norðurlöndum?" Úlfljótur. 4. tbl. 1962, bls. 165-168.
5 Frede Castberg: Förhandlingama á det femtonde nordiska juristmötet. Bilaga II, bls. 5-69,
einkum bls. 10-31. Um réttarstöðuna í norskum rétti, sjá einkum bls. 17-18, dönskum rétti, sjá
einkum bls. 23, sænskum rétti, sjá einkum bls. 29 og finnskum rétti, sjá einkum bls. 25-26.
161