Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 68
1. INNGANGUR
Við skattlagningu er almennt talið að tilgangur og huglægar forsendur að
baki fjárhagslegri ráðstöfun skipti ekki máli. Meginreglan er því sú að skatt-
lagning fer hlutrænt fram á grundvelli fjárhagslegra ráðstafana. Ekki er almennt
talið skipta máli að skattalegt hagræði hafi ráðið ákvörðun um fjárhagsleg
málefni.
Skattalög gera þó stundum sérstaklega ráð fyrir skattalegu hagræði t.d. reglur
um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna hlutabréfakaupa, sbr. 1. tölul. b-liðs
1. mgr. 30. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 5. gr. laga nr.
154/1998. Það er grundvöllur skattalaga að skattaðilar hafi sjálfir ákvörðunar-
rétt um fjárhagslega ráðstöfun og hvert efni hennar er.
Skattaðilar grípa oft til ráðstafana til að komast hjá greiðslu skatta, m.a.
vegna hárrar skattprósentu. Þessar ráðstafanir geta verið 1) lögmætar, jafnvel er
beinlínis gert ráð fyrir þeim í lögum, og eru þær því lagðar til grundvallar
álagningu skatta, 2) ólögmætar og því litið framhjá þeim við skattlagningu og
3) ólögmætar og refsiverðar, og því bæði litið fram hjá þeim við álagningu eða
krafist endurgreiðslu í refsimáli og ákvörðuð refsing samkvæmt skattalögum
eða hegningarlögum af þar til bærum aðilum. I lögfræðilegri umfjöllun þarf að
greina hvar mörkin liggja milli lögmætra og ólögmætra ráðstafana og hvaða
lagasjónarmið hafi þar áhrif. Ennfremur þarf að ákvarða hvenær ólögmæt
ráðstöfun telst refsiverð, en um þau mörk verður ekki fjallað í þessari grein.
Þegar slíkar ráðstafanir skattaðila eru metnar verður að líta til ákveðins veik-
leika sem felst í uppbyggingu skattkerfisins sem slrks og mótsagna eða mis-
ræmis í skattalögum sem mynda „glufur“ eða „gljúfur“ í þeim. Þegar skattaðilar
nýta þessa annmarka á sjálfu kerfinu og galla í löggjöfinni er hægt að segja að
þeir séu að sniðganga skattalögin. Dæmi um innbyggða veikleika skattkerfisins
er mismunandi skattlagning sömu tegundar tekna hjá skattaðilum, t.d. skatt-
lagning einstaklings (38,34%, eða 45,34% með hátekjuskatti), sameignarfélags
(38%) og hlutafélags 30%, (en verður 37% ef hagnaður eftir skatt er allur
greiddur út sem arður til einstaklinga). Þá er mismunandi skattlagning hjá sömu
skattaðilum eftir tegund tekna t.d. launatekjur (38,34% eða 45,34%,) og fjár-
magnstekjur (10%). Ennfremur er mismunandi skattur eftir vörutegundum, t.d.
virðisaukaskattur er almennt 24,5% en 14% á tilteknum vörum. Einnig er mis-
munandi skattlagning milli landa hjá sömu skattaðilum með samskonar tekjur.
Það getur því verið skattalega hagkvæmt að tekjur renni til sameignarfélags í
stað einstaklings og því geri aðilar viðeigandi ráðstafanir. Þá vill maður með
atvinnurekstur t.d. nýta skattafslátt barna sinna eða lágan skatt á böm innan 16
ára og telur því fram tekjur á bamið í engu samræmi við raunverulegt vinnu-
framlag. Þá getur verið skattalega hagkvæmt að fá tekjur sem vaxtatekjur sem
bera 10% skatt og eru því gerðar ráðstafanir í því skyni að tekjumar verði
„vaxtatekjur“ en ekki annars konar tekjur o.s.frv.
Með upptöku fjármagnstekjuskatts, þar sem söluhagnaður einstaklinga utan
rekstrar er skattlagður í 10% skattþrepi en söluhagnaður af rekstrareignum í allt
220