Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 75
Hér á landi gilda ýmis sérákvæði skattalaga sem beinast gegn ráðstöfunum aðila sem gerðar eru í þeim eina tilgangi að komast hjá skattgreiðslu og er fjallað nokkuð um þessar lagareglur í kafla 5 í grein þessari. Að því er best verður séð er dómur Hæstaréttar H 1949 228 fyrsti dómurinn hér á landi þar sem fjallað er um skattasniðgöngu. Málið snerist um skattlagn- ingu verðmæta sem voru umfram nafnvirði hlutabréfa við slit hlutafélags, en deilt var um hvort félagsslit hefðu átt sér stað. í úrskurði fógetaréttar kom fram að tilhögun sölunnar væri óvenjuleg og talið að raunveruleg félagsslit hafi átt sér stað þegar sölusamningurinn var gerður. í Hæstarétti var tekið fram að for- ráðamenn seljenda tjáðust selja hlutabréf en að hið raunverulega efni umrædds samnings hafi einungis verið sala á verksmiðjunni á Dagverðareyri ásamt búnaði og jafnframt hafi hafist félagsslit og skuldaskil h/f Dagverðareyrar. Hér var því litið til þess hve óvenjulegur umræddur samningur var og ýmis atvik talin leiða til þess að hið raunverulega efni samningsins væri annað en það sem samningurinn kvað beinlínis á um. Skattlagningin réðist af því sem raun- verulega gerðist. í Hæstaréttardómi H 1952 416 er fjallað um sömu lögskipti, þ.e. söluna á umræddri verksmiðju, en deilt var um hvort Djúpavík hf. skyldi greiða skatta vegna rekstur síldarbræðsluverksmiðjunnar á Dagverðareyri. Talið var að Djúpavík hf. hafi raunverulega verið kaupandi verksmiðjunnar og því bæri að skattleggja félagið vegna reksturs hennar. Ekki var því talið að leggja bæri til grundvallar að kaupendur hefðu verið sjö talsins svo sem fram kom í kaup- samningi frá 9. aprfl 1941. í dómi Hæstaréttar H 1959 759 var fyrst fjallað um hvort ráðstöfun í máli teldist skattasniðganga, en svo var ekki talið. Málið snerist um fyrirfram- greiðslu arfs föður til sonar. Hinn 30. nóvember 1956 var gerð yfirlýsing um hinn fyrirframgreidda arf sem var íbúðarhúsnæði fjölskyldunnar. Sonurinn var rúmlega þriggja mánaða gamall þegar þetta gerðist. Töldu skattyfirvöld að hús- eignina skyldi telja með eignum föðurins í samræmi við reglur laga nr. 44/1957 (stóreignaskattslögin hin síðari) og skattleggja hjá honum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, sem staðfest var í Hæstarétti með skírskotun til forsendna, að afhending arfsins hefði farið fram hálfu ári áður en lög nr. 44/1957 tóku gildi og fullum fjórum mánuðum áður en frumvarp til nefndra laga var lagt fram á Alþingi. Ekki var talið sannað, gegn mótmælum stefnanda, að hann hafi er afsalið fór fram hlotið að sjá fram á að stóreignaskattur yrði á hann lagður, eða að ótti við slíkar ráðstafanir af hálfu hins opinbera hefði ráðið gerðum hans að þessu leyti, og kom þetta atriði því ekki til álita. Við skoðun á þessum forsend- um er hugsanlega unnt að álykta sem svo að hefði verið búið að leggja umrætt frumvarp til laga fram á Alþingi þá gæti dómstóllinn hafa fallist á það með skattyfirvöldum að virða ætti þessa ráðstöfun að vettugi við skattlagningu föð- urins og enn frekar ef lögin hefðu þegar tekið gildi. Hins vegar hafi þetta ekki orðið niðurstaðan þar sem skattaðilinn vissi ekki að til stóð að setja slík lög og því hafi hann ekki getað sniðgengið þau. 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.