Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 50
Af bókuninni verður dregin sú ályktun að EES-reglur skuli koma til fram- kvæmda (e. be implemented) að undangenginni þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi fyrir sig. Bókunin kveður á um að EFTA-ríkin skuli svo leiða í landsrétt reglu sem kveði á um það að EES-reglur sem eru komnar til fram- kvæmdar skuli njóta forgangs umfram „önnur sett lög(!)“. Þessi texti verður ekki skilinn öðruvísi en að í EFTA-ríkjunum skuli framkvæma EES-reglur, með setningu sérstakra laga ef með þarf, og að EES-reglur skuli framvegis hafa forgang gagnvart öðrum settum lögum. Það vekur athygli að þessi skylda er samkvæmt bókun 35 eingöngu lögð á EFTA-ríkin. Hér ber að hafa í huga að samkvæmt rétti Evrópubandalagsins hafa reglur bandalagsins óskilyrtan forgang gagnvart reglum einstakra aðildarríkja.9 Þannig öðlast ákveðnar réttarreglur Evrópubandalagsins, þar með taldar ein- hverjar af reglum EES-samningsins, sjálfkrafa stöðu landsréttar í einstökum aðildarríkjum bandalagsins, sbr. það sem fyrr sagði. Af þessu má leiða að í bók- un 35 felst enn frekari staðfesting þess að einstöku aðildarríki EES-samningsins ber samkvæmt þjóðarétti skylda til að leiða einstakar EES-reglur í landsrétt. EES-reglur öðlast hins vegar ekki gildi að landsrétti nema þær hafi verið lög- leiddar. Það er ljóst að sá skilningur sem hefur verið rakinn hér að framan er sjálfsagt sá sami og aðildarríki EES-samningsins lögðu sjálf í 7. gr. samningsins og bókun 35 við hann. Um það má m.a. vísa til þeirrar afstöðu sem verður lesin út úr greinargerð með frumvaipinu sem varð að lögum nr. 2/1993. Þar segir t.d. orðrétt í þeim kafla þar sem fjallað er um réttaráhrif EES-samningsins: EES-samningurinn er þjóðréttarsamningur. Sem slíkur bindur hann íslenska ríkið að þjóðarétti, en ekki einstaklinga eða fyrirtæki að landsrétti. Þar sem í honum em ákvæði sem er ætlað að hafa áhrif að landsrétti verður að lögfesta þau.10 Þá segir enn fremur í sama kafla: Af íslands hálfu var eitt meginsamningsmarkmiðið, sem fleiri EFTA-ríkja, að samn- ingurinn myndi ekki leiða til breytinga á stjómarskrá, að ekkert löggjafarvald yrði fært til sameiginlegra stofnana og að engar breytingar yrðu nauðsynlegar á fyrir- komulagi ákvarðanatöku innanlands.* 11 Niðurstaðan af framansögðu virðist vera afdráttarlaus. Gert virðist ráð fyrir því að einstaklingar og lögaðilar geti aðeins byggt rétt á reglu EES-samningsins hafi hún verið leidd í landsrétt. Mismunandi sé hins vegar hvað þurfi til þess í einstökum aðildarríkjum EES-samningsins og fari það eftir landsrétti einstakra ríkja hvaða aðgerðir þurfi til lögfestingar. Þetta feli að sjálfsögðu ekki í sér að 9 Sjá hér dóm Evrópudómstólsins, Costa v. ENEL, [1964] ECR, bls. 1141, sem ryður brautina hvað þetta varðar. 10 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. 1, bls. 50. 11 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. l,bls. 51. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.