Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Qupperneq 50
Af bókuninni verður dregin sú ályktun að EES-reglur skuli koma til fram-
kvæmda (e. be implemented) að undangenginni þeirri málsmeðferð sem gildir
í hverju landi fyrir sig. Bókunin kveður á um að EFTA-ríkin skuli svo leiða í
landsrétt reglu sem kveði á um það að EES-reglur sem eru komnar til fram-
kvæmdar skuli njóta forgangs umfram „önnur sett lög(!)“. Þessi texti verður
ekki skilinn öðruvísi en að í EFTA-ríkjunum skuli framkvæma EES-reglur, með
setningu sérstakra laga ef með þarf, og að EES-reglur skuli framvegis hafa
forgang gagnvart öðrum settum lögum.
Það vekur athygli að þessi skylda er samkvæmt bókun 35 eingöngu lögð á
EFTA-ríkin. Hér ber að hafa í huga að samkvæmt rétti Evrópubandalagsins hafa
reglur bandalagsins óskilyrtan forgang gagnvart reglum einstakra aðildarríkja.9
Þannig öðlast ákveðnar réttarreglur Evrópubandalagsins, þar með taldar ein-
hverjar af reglum EES-samningsins, sjálfkrafa stöðu landsréttar í einstökum
aðildarríkjum bandalagsins, sbr. það sem fyrr sagði. Af þessu má leiða að í bók-
un 35 felst enn frekari staðfesting þess að einstöku aðildarríki EES-samningsins
ber samkvæmt þjóðarétti skylda til að leiða einstakar EES-reglur í landsrétt.
EES-reglur öðlast hins vegar ekki gildi að landsrétti nema þær hafi verið lög-
leiddar.
Það er ljóst að sá skilningur sem hefur verið rakinn hér að framan er sjálfsagt
sá sami og aðildarríki EES-samningsins lögðu sjálf í 7. gr. samningsins og
bókun 35 við hann. Um það má m.a. vísa til þeirrar afstöðu sem verður lesin út
úr greinargerð með frumvaipinu sem varð að lögum nr. 2/1993. Þar segir t.d.
orðrétt í þeim kafla þar sem fjallað er um réttaráhrif EES-samningsins:
EES-samningurinn er þjóðréttarsamningur. Sem slíkur bindur hann íslenska ríkið að
þjóðarétti, en ekki einstaklinga eða fyrirtæki að landsrétti. Þar sem í honum em
ákvæði sem er ætlað að hafa áhrif að landsrétti verður að lögfesta þau.10
Þá segir enn fremur í sama kafla:
Af íslands hálfu var eitt meginsamningsmarkmiðið, sem fleiri EFTA-ríkja, að samn-
ingurinn myndi ekki leiða til breytinga á stjómarskrá, að ekkert löggjafarvald yrði
fært til sameiginlegra stofnana og að engar breytingar yrðu nauðsynlegar á fyrir-
komulagi ákvarðanatöku innanlands.* 11
Niðurstaðan af framansögðu virðist vera afdráttarlaus. Gert virðist ráð fyrir
því að einstaklingar og lögaðilar geti aðeins byggt rétt á reglu EES-samningsins
hafi hún verið leidd í landsrétt. Mismunandi sé hins vegar hvað þurfi til þess í
einstökum aðildarríkjum EES-samningsins og fari það eftir landsrétti einstakra
ríkja hvaða aðgerðir þurfi til lögfestingar. Þetta feli að sjálfsögðu ekki í sér að
9 Sjá hér dóm Evrópudómstólsins, Costa v. ENEL, [1964] ECR, bls. 1141, sem ryður brautina hvað
þetta varðar.
10 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. 1, bls. 50.
11 Sjá Alþingistíðindi, 116. löggjafarþing, 1992-1993, þskj. l,bls. 51.
202