Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 109

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 109
ins, sem lfkt stendur á um í raun, hljóti eins eða svipaða meðferð, þegar kemur að álagningu skatta, enda þótt atvik kunni að vera önnur í orði kveðnu". Þá kemur fram hjá umboðsmanni Alþingis að við mat á aðstæðum þurfi skatt- yfirvöld í vissum tilvikum að sýna fram á að skattþegn hafi hagað einkaréttar- legum tilfæringum sínum þannig að komast mætti hjá annars eðlilegri skatt- lagningu, t.d. með málamyndagemingi, sem væri ekki ætlað að hafa gildi samkvæmt efni sínu eða óvenjulegum samningi við annan skattþegn gerðum með það fyrir augum að sniðganga tiltekna skattlagningarheimild, sbr. 58. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. í öðrum tilvikum reynir ekki á afstöðu skattþegna til einkaréttarlegra gerninga heldur leggja skattyfirvöld mat á aðstæður út frá staðreyndum. Er þá byggt á efni tiltekins gernings, eins og það hefur verið í raun og veru, en ekki heiti hans ef það gefur annað til kynna. Hér vísar umboðsmaður Alþingis sérstaklega til þess að skattyfirvöld eigi að leggja mat á aðstæður út frá staðreyndum og byggja á raunverulegu efni samn- ings, og er þetta í samræmi við fræðikenningar, þ.e. ákvarða þarf staðreyndir máls (heimfærsla) og færa síðan umrædda staðreynd eða atvik til réttra laga- ákvæða. í úrskurði yfirskattanefndar nr. 550/1994 voru framkvæmdar ráðstafanir milli tengdra aðila til að komast hjá skattlagningu söluhagnaðar. í úrskurðinum segir meðal annars: „Þegar það er virt, sem að framan er rakið, og með því að ekkert er fram komið sem skýrt getur hinar umdeildu ráðstafanir frá viðskipta- legu sjónarmiði, þykir bera að staðfesta þá niðurstöðu skattstjóra að hinar umdeildu ráðstafanir hafi verið þess eðlis að ekki verði á þeim byggt í skatta- legu tilliti“. Lögmætisregla stjórnsýslu- og skattaréttar er því ekki til fyrirstöðu að al- menn sniðgönguregla sé talin gilda. Ljóst er að ekki þarf sérstaka lagaheimild til að víkja slíkum sýndargemingum til hliðar, þar sem litið er á raunverulegt efni umræddrar ráðstöfunar, og slíkur raunveruleiki er síðan færður til réttra lagaákvæða. Lögskýringu er skipt í heimfærslu og skýringu og nær heimfærsl- an til þess að ákvarða staðreyndir sem unnt er að leggja til grundvallar skatt- lagningu. Ekki þarf sérstaka lagaheimild til að túlka lög. Þeir sem framkvæmt hafa ráðstafanir sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum geta ekki borið fyrir sig lögmætisregluna, þ.e. að einungis megi skattleggja að til þess sé heimild í lögum þar sem skattlagning fer fram í samræmi við raunverulegt efni ráð- stöfunar og gildandi lög. Álagning skatta fer því fram í samræmi við skattalög rétt skýrð. Að halda því fram að unnt sé að gera samninga um hvaðeina, þegar um engan rekstrarlegan tilgang er að ræða og hagsmunatengsl eru milli aðila, í þeim eina tilgangi að komast hjá skattgreiðslu sem lög gerðu ráð fyrir ef ekki kæmi til þessarar ráðstafana, og að slíkar ráðstafanir eigi að ráða skattlagningu vegna lögmætisreglunnar, er einfaldlega andstætt meginreglum réttarins því það hlýtur að vera viðurkennt að menn eigi ekki að geta samið um skatt- greiðslur sínar eða greitt þann skatt sem þeim þóknast, en það yrði niðurstaðan í þessum tilvikum. 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.