Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 63
leiðir af lögtöku bótareglunnar sem EFTA-dómstóllinn telur gilda. Engu að síður varpar dæmið ljósi á álitaefnið og leiðir lflcur að því að innleiðing bóta- reglunnar bryti í bága við stjómarskrá. Yrði í dag af lögtöku bótareglunnar, sem EFTA-dómstóllinn telur felast í EES-samningnum, er ljóst að slík lögtaka veitti stofnunum EES rétt til að setja reglur sem hefðu bein réttaráhrif að landsrétti enda þótt umræddar reglur gengju í berhögg við sett lög frá Alþingi. Það er því ljóst að í lögtökunni fælist framsal löggjafarvalds til stofnana EES. Kæmi því til athugunar hvort þetta framsal löggjafarvalds sé meira en telja má heimilt. í því samhengi ber fyrst að telja að með lögfestingu takmarkaði löggjafinn vald sitt til að ráða mikilvægum lög- gjafarmálefnum til lykta enda kæmu þau til umfjöllunar löggjafans „eftir á“ en ekki „fyrirfram“. Þá yrði að líta til þess að slík lögtaka væri ótímabundin og varðaði umfangsmikil löggjafarsvið sem skipta þorra almennings verulegu máli í daglegu lífi.27 Það skal tekið fram að það getur skipt máli fyrir niðurstöðu um heimild til valdframsals hvort sá sem tekur við löggjafarvaldinu situr innan- lands eða situr erlendis á grundvelli alþjóðasamninga sem ísland á aðild að. Þá má leiða að því líkur að rýmri heimildir séu til framsals löggjafarvalds til inn- lendra framkvæmdavaldshafa í ljósi þess að ráðherra er skipaður af forseta og ber þingræðisábyrgð gagnvart Alþingi og kjömum fulltrúum þjóðarinnar. Sé um erlendan aðila að ræða væri engri slíkri ábyrgð fyrir að fara og er því var- hugaverðara að játa heimild til framsals út fyrir landsteinana. í þessu samhengi er vert að hafa í huga að EES-samningurinn felur alls ekki í sér stjórnskipulag sem getur talist lýðræðislegt og áhrif almennings hér á val fulltrúa æðstu stofn- ana EES eru engin. Á hinn bóginn má velta fyrir sér hvort þau rök geti haft einhverja þýðingu að samstarf þjóða á síðari tímum hefur e.t.v. aukið mjög þörf fyrir slíkt framsal löggjafarvalds. Þó verður að telja líkur gegn því að þau rök vegi þungt, enda gengið út frá tilteknum afskiptum almennings af meðferð þjóðfélagsmála í stjórnarskránni, en þar er ekki gengið út frá neinum auknum heimildum til framsals vegna alþjóðasamstarfs. Með því að lögfesta bótareglu þá sem hér er til umfjöllunar færi löggjafinn því að líkindum út fyrir heimildir til að framselja vald sitt. Við þessar aðstæður hljóta dómstólar hér á landi að vemda fullveldið og það lýðræðislega stjórn- skipulag sem 2. gr. stjómarskrárinnar mælir fyrir um. Er eðlilegt að leggja það í hendur stjórnarskrárgjafans að meta hvort ástæða sé til þess að taka upp þær skuldbindingar sem EFTA-dómstóllinn telur felast í samningnum um EES. í grein sinni í 2. tbl. Tímarits lögfræðinga í ár gerir Óttar Pálsson hdl. það að umtalsefni að með bótareglunni sé svigrúm löggjafans til lagasetningar eða af- náms tiltekinna reglna úr löggjöf í raun (de facto) takmarkað af öðru en stjómarskrá. Megi því halda fram að höggvið sé nærri 2. gr. stjómarskrárinnar. 27 Minnt skal á að EES-samningurinn tekur t.d. til skipulags skattamála, fjármálamarkaðar, vinnumarkaðar, vörumarkaðar, þjónustustarfsemi, fiutningastarfsemi, tollamála, samkeppnismála, neytendavemdar, umhverfismála, hagskýrslugerðar, félagsmála, efnahags- og peningamála, land- búnaðar og sjávarútvegs. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.