Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 54

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 54
því að um slíkt gagnframlag væri að ræða frá félagi innan samstæðunnar. Landsréttur sýknaði þannig af ákæru vegna meints tilbúins frádráttar vegna umdeildra þóknana þegar af þeirri ástæðu að ekkert væri út á þær að setja frá skattalegu sjónarmiði. 9.4 Þjónusta innan samstæðu Segja má að svipuð sjónarmið gildi að mörgu leyti um innansamstæðu- þjónustu og óáþreifanleg réttindi sbr. hér að framan. Þannig verður að byggja armslengdarsjónarmiðin við almennt nytsemismat á því hagræði sem þjónustan hefur í för með sér fyrir þann sem hennar nýtur. Til skýringar má nefna eftirfarandi úrskurð úr danskri framkvæmd. í TfS 1987.177 LSR var um að ræða danskt félag sem hafði gert 20 ára langan samning við móðurfélag sitt unt greiðslu 5% af árlegri brúttóveltu sem þjónustugjald. Því var haldið fram að þjónustugjaldið næði til aðstoðar móðurfélagsins í formi almennrar iðnaðarráðgjafar, tæknilegra upplýsinga, gæðaeftirlits, rannsóknarvinnu o.s.frv. Skattyfirvöld neituðu að viðurkenna útgjöldin sem frádráttarbær. Við með- ferð málsins fyrir Landsskattaréttinum lagði félagið fram gögn því til staðfestu að þjónustugjaldið væri gagngjald raunverulegrar þjónustu. Enda þótt hin umsamda hlutfallslega ákvörðun þjónustugjaldsins væri ekki vanaleg, komst Landsskatta- rétturinn að þeirri niðurstöðu, að félagið hefði með nægjanlegum hætti gert það sennilegt að þjónustugjöldin væri sanngjöm greiðsla fyrir veitta þjónustu, sem leiddi til þess að þau teldust frádráttarbær skv. 6 gr. A dönsku tekjuskattslaganna. (Sbr. 30. og 31. gr. íslensku tskl.). Þá var rétturinn þeirrar skoðunar að ekki hefði verið sýnt fram á að ótengt félag hefði náð hagstæðari kjörum en hið danska dótturfélag, sbr. 12. gr. félagaskattalaganna. Þama koma rekstrarhagfræðileg viðmið einnig til skoðunar eins og varðandi óáþreifanlegu eignimar. Þarna er það spumingin hvort útgjöldin teljast rekstrarkostnaður, þ.e. ganga til að afla teknanna, tryggja þær eða halda þeim við, eins og það er orðað í 31. gr. íslensku tskl. 10. LOKAORÐ Tilgangurinn með þessari grein er að gefa yfirsýn yfir þær réttarreglur í íslenskum tekjuskattslögum og tvísköttunarsamningum sem gilda um milli- verðlagningu og armslengd, auk þess að fjalla um reglur um þessi mál sem fram koma í leiðbeiningum OECD. Þá hefur verið gerð lausleg grein fyrir framkvæmd þessara reglna í nokkrum löndum með áherslu á framkvæmdina í Danmörku. Hér er um geysilega víðfeðmt svið að ræða, þannig að ekki hefur verið hægt að lýsa eða kanna til hlítar ýmis þau vandamál sem snerta þessar reglur sérstaklega. Það hefur þó verið nauðsynlegt að fara nokkuð ítarlega í 122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.