Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 72

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 72
á heimildum til að semja um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, sem felast í þessum kafla. Það skýtur á hinn bóginn óneitanlega skökku við að setja slrkum samningum svo þröngar skorður á meðan fullt frelsi er til að semja um almenna vexti og hvatt til þess, að einnig verði heimilt að semja um hæð dráttarvaxta. 7. REGLUR VI. KAFLA. VIÐURLÖG OG MÁLSMEÐFERÐ Almennt verður að huga að endurskoðun á reglum VI. kafla vaxtalaga. Hafa verður í huga, að reglur um viðurlög bera keim af því, að fyrir gildistöku vaxtalaga hafði ríkt mikil réttaróvissa og að alvarleg okurmál höfðu komið upp og voru til meðferðar. Er eitt af markmiðum laganna að tryggja efnisleg málalok í þeim okurmálum, sem enn voru til meðferðar fyrir dómstólum.20 Enn ríkari ástæða verður til endurskoðunar á viðurlagaákvæðunum, ef heimilað verður að semja um hæð dráttarvaxta. Verður þá t.d. ekki séð, að sérstök þörf sé lengur á reglu 1. mgr. 26. gr., en huga þarf þó að örlögum 2. mgr. Telja verður þó að full ástæða sé til að halda í ýmsar reglur VI. kafla, einkum þær sem telja má skýringarreglur, sbr. t.d. 2. og 4. mgr. 25. gr. og 27. gr., þ.e. um tilvik þar sem samningur um vexti eða dráttarvexti er ógiltur t.d með stoð í 36. gr. samninga-laga, en bæta þarf þó orðalag ákvæðisins. 8. UM ÁKVÆÐI TIL BRÁÐABIRGÐA Eins og ákvæði til báðabirgða bera glögglega með sér, taka þau til lánssamn- inga, sem gerðir eru fyrir gildistöku laganna. Varla er mörgum slíkum ólokið nú, 13 árum eftir gildistöku laganna, þótt ekki sé unnt að fullyrða um það. Þótt af þessum ástæðum mætti fella úr gildi reglur ákvæða til bráðabirgða getur verið ástæða til að hafa áfram í gildi skýringarreglur 1. mgr. ákvæðis II og er ástæða til að ætla að enn ríkari þörf sé fyrir slíka reglu, ef heimilað verður að semja um hæð dráttarvaxta. 9. LOKAORÐ I þessari grein hefur verið fjallað um ýmis atriði, sem þarf að taka til athugunar við endurskoðun vaxtalaga. Þau atriði, sem tekin hafa verið til umfjöllunar eru ekki tæmandi, en að líkindum hefur þó verið tæpt á flestum þeim atriðum sem mikilvægust má telja. 20 Alþingistíðindi 1986-87, A-deild, bls. 2841.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.