Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 7
Tímarit löqfræðinqa 1. hefti • 52. árgangur febrúar 2002 ÁHRIF AÐ UTAN Það er alkunna að lögskýringar geta tekið breytingum í tímans rás enda þótt lagabókstafurinn standi lítt eða óbreyttur. Má hér til dæmis nefna að eignarrétt- arákvæði stjómarskrárinnar hefur að orðalagi staðið nokkum veginn óbreytt frá stjómarskránni 1874 en þar sagði í 50. gr. „Eignarrjetturinn er friðhelgur. Engan má skylda til þess að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagaboð og komi fullt verð fyrir“. í 72. gr. núgildandi stjórnarskrár er samhljóða ákvæði að öðm leyti en því að stað orðsins lagaboð stendur nú orðið lagafyrirmæli. Allir sem eitthvað hafa komið nálægt lögfræði vita að skýringar á þessu stjórnarskrárákvæði hafa tekið miklum breytingum og orðið mun rýmri með tímanum. Breyttar þjóðfélagsaðstæður og þjóðfélagshættir hafa eflaust ráðið hér mestu um en þróunin virðist ekki hafa orðið í neinum stökkum heldur verið hæg og sígandi. En það má einnig finna dæmi um að lögskýring hafi tekið breytingum nánast í einu vetfangi. Árið 1985 (25. nóvember) gekk dómur í Hæstarétti í máli Jóns Kristinssonar sem velflestum lögfræðingum er kunnur. í málinu var því haldið fram að það bryti í bága við 2. og 61. gr. stjómarskrárinnar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu að dómari málsins í héraði, sem var fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, hefði jafnframt haft afskipti af lögreglurannsókn þess. Hæstiréttur afgreiddi þessa málsástæðu með eftirfarandi hætti: Samkvæmt íslenskri dómstólaskipan er dómsvald í héraði utan Reykjavíkur í hönd- um bæjarfógeta og sýslumanna, sem hafa jafnframt lögreglustjórn með hendi. Þykir héraðsdómur eigi verða ómerktur af þeim sökum, að fulltúi bæjarfógetans á Akureyri fór með mál þetta. 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.