Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 15
Ýmsir telja, að meginskýringin hljóti að vera sú, að dómstólamir hafi verið að fóta sig á hinum nýju mannréttindaákvæðum stjómarskrárinnar, og þá hafi einkum vafist fyrir þeim að höndla hina margslungnu jafnræðisreglu, og í þeirri glímu hafi þeir farið nokkuð út fyrir þau mörk, sem viðtekið hefur verið að draga á milli valdheimilda löggjafarvalds og dómstóla og þegar verst lætur, raskað þeim í gmndvallaratriðum. 3. VALDHEIMILDIR LÖGGJAFANS OG FJÁRSTJÓRN RÍKISINS Röskun á þessum mörkum veldur ekki aðeins vandræðum fyrir dómstólana og margvíslegum vandkvæðum í landsstjóminni, heldur getur hún að mínu mati haft djúpstæð og alvarleg áhrif á lýðræðislega þróun stjómkerfis okkar og graf- ið undan ákveðinni útfærslu lýðræðislegra stjómarhátta og ábyrgðar, sem inn- byggð er í stjómkerfið sjálft. Mannréttindaákvæðin tryggja nefnilega ekki ein sér þau grandvallarréttindi, sem þeim er ætlað að vemda. Athafnafrelsi ein- staklinganna hlýtur einnig að sækja stoð sína í þær grandvallarreglur, sem stjóm og skipulag samfélagsins - sjálf stjómskipun ríkisins - byggist á, og þar era löggjafanum augljóslega fengin undirtökin gagnvart öðram handhöfum ríkisvalds, m.a. með þeim áhrifum, sem honum era tryggð, á fjárstjóm ríkisins. Hér þarf ekki að eyða mörgum orðum í að rifja upp, af hverju ekki er fullt jafnræði með réttarstöðu hvers handhafa ríkisvaldsins um sig, og hvers vegna löggjafínn nýtur þar algerrar lykilstöðu gagnvart öðram handhöfum ríkisvalds. Svarið liggur í augum uppi, og í því svari birtast e.t.v. hvað skýrast hugmyndir vestrænna manna um lýðræðislega stjómarhætti og réttaröryggi borgaranna: Það er vegna þess, að sá handhafi ríkisvaldsins, sem þetta vald er falið, er sá eini, sem fólkið í landinu getur milliliðalaust náð til. Hann er valinn með reglu- legu millibili í almennum kosningum. Til kjósendanna sækir löggjafarþingið umboð sitt, og þeim stendur það skil gjörða sinna á minnst fjögurra ára fresti. Af þeim sökum er þessari stofnun ekki aðeins falin meðferð löggjafarvaldsins, heldur er henni einnig tryggð margvísleg áhrif önnur á alla framkvæmdastjóm ríkisins, bæði með þingræðisvenjunni og fjárstjómarvaldinu. Aðrir handhafar ríkisvalds sækja ekki umboð sitt til þjóðarinnar með viðlíka hætti, og af því hljóta starfsskilyrði þeirra og afstaða til löggjafans að mótast.9 Þessi grandvallarmunur á eðli löggjafans annars vegar og dómstóla hins vegar og á aðkomu þeirra að störfum sínum, tel ég að veiti okkur veigamikla leiðbeiningu um, hversu langt dómstólar geti gengið í því að endurskoða mat löggjafans, t.a.m. á inntaki mannréttindaákvæða stjómarskrárinnar. Eg tel reyndar, að þar séu ákveðin mörk dregin, sér í lagi að því er varðar þau réttindi, sem talin era efnahagslegs, félagslegs og menningarlegs og mér liggur við að segja pólitísks eðlis. Þetta era þau réttindi, sem stundum era skilgreind sem 9 Sbr. Christensen, B.: Forvaltningsret. Opgaver. Hjemmel. Organisation. 2. útg. 1997, bls. 104; Ólafur Jóhannesson. bls. 94. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.