Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 18
færa þau réttindi, sem fyrir voru, til nútímahorfs.14 Það var m.ö.o. ekki ætlan stjórnarskrárgjafans að gera neinar meiriháttar breytingar á þeim jákvæðu skyldum, sem stjómarskráin hafði áður lagt ríkinu á herðar. Vilji stjómar- skrárgjafans stóð til þess, að þær væm að mestu leyti hinar sömu og þar höfðu áður verið. Og þessar skýringar eiga, vel að merkja, einnig við um hina svonefndu jafn- ræðisreglu, sem dómstólar vísa einatt til, þegar ætlun þeirra er að víkja af þeirri leið, sem löggjafinn hefur valið. Þessi grein var út af fyrir sig nýmæli í settum ákvæðum stjórnarskrár, en hafði þó engu að síður verið álitin ein helsta undir- staðan í íslenskri stjómskipan, svo enn sé vitnað í greinargerð með stjómar- skrárbreytingunum.15 Miðað við þá skýringu, verður ekki séð, að hún hafi átt að verða þess valdandi, að við stæðum í þeim spomm nokkrum ámm síðar að þurfa að velta því fyrir okkur í fullri alvöru, hvort hún hafi raunvemlega átt að leiða til svo stórkostlegra breytinga á viðtekinni verkaskiptingu í stjómskipun ríkisins, sem nýleg dómsmál bera vitni um. Nei, skýringin á því liggur líklega miklu fremur í því, að dómstólar virðast hafa tilhneigingu til að ljá hinni settu jafnræðisreglu stjómarskrárinnar annað og meira gildi en stjómarskrárgjafinn ætlaðist til, og leitt af henni jákvæðar skyldur langt umfram það, sem lögskýr- ingargögn renna stoðum undir og stjórnskipun rfkisins gerir sjálf ráð fyrir. 5. ER HLUTVERK DÓMSTÓLA AÐ BREYTAST? Spumingin, sem beint var til okkar á málþinginu, var sú, hvort hlutverk dóm- stóla væri að breytast. Eins og skilja hefur mátt á framanrituðu, tel ég ekki svo vera. Það er að minnsta kosti ljóst, að hvorki almenni löggjafinn né stjórnar- skrárgjafinn hafa gefið nokkra heimild né nokkurt tilefni til að ætla, að það hlutverk eigi að breytast. Ég tel því, að hlutverk dómstóla í stjómskipun ríkisins sé og eigi í gmndvallaratriðum að vera hið sama og verið hefur, að setja niður þrætur og binda enda á deilur manna í millum, allt eftir því sem lög standa til. I ljósi þeirra dómsmála, sem mestur styr hefur staðið um að undanfömu, óttast ég hins vegar, að dómstólar séu að taka sér nokkuð annað hlutverk en stjóm- skipun okkar gerir að öðm jöfnu ráð fyrir. Og þá setja þeir ekki niður deilur manna, heldur magna þær upp - dómur verður þá ekki endir hverrar þrætu, heldur upphaf hatrammra deilna, sem í verstu tilvikunum eitra allt þjóðfélagið, eins og við höfum því miður alltof mörg dæmi um upp á síðkastið. Verði framhald á þeirri þróun, er ég hins vegar hræddur um, að stutt sé í fleiri breytingar. Eftirlit almennra dómstóla með stjórnskipulegu gildi laga er ekki nema í besta falli tilviljanakennt, og eftir því, sem þeim sérhagsmunahópum fjölgar, sem sjá sér nú leik á borði að bera þær pólitísku kröfur undir dómstól- ana, sem þeir hafa ekki fengið framgengt á þjóðþinginu, versnar staðan enn. 14 Alþt. A 1994-1995, bls. 2081. 15 Alþt. A 1994-1995, bls. 2085. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.