Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 18
færa þau réttindi, sem fyrir voru, til nútímahorfs.14 Það var m.ö.o. ekki ætlan
stjórnarskrárgjafans að gera neinar meiriháttar breytingar á þeim jákvæðu
skyldum, sem stjómarskráin hafði áður lagt ríkinu á herðar. Vilji stjómar-
skrárgjafans stóð til þess, að þær væm að mestu leyti hinar sömu og þar höfðu
áður verið.
Og þessar skýringar eiga, vel að merkja, einnig við um hina svonefndu jafn-
ræðisreglu, sem dómstólar vísa einatt til, þegar ætlun þeirra er að víkja af þeirri
leið, sem löggjafinn hefur valið. Þessi grein var út af fyrir sig nýmæli í settum
ákvæðum stjórnarskrár, en hafði þó engu að síður verið álitin ein helsta undir-
staðan í íslenskri stjómskipan, svo enn sé vitnað í greinargerð með stjómar-
skrárbreytingunum.15 Miðað við þá skýringu, verður ekki séð, að hún hafi átt
að verða þess valdandi, að við stæðum í þeim spomm nokkrum ámm síðar að
þurfa að velta því fyrir okkur í fullri alvöru, hvort hún hafi raunvemlega átt að
leiða til svo stórkostlegra breytinga á viðtekinni verkaskiptingu í stjómskipun
ríkisins, sem nýleg dómsmál bera vitni um. Nei, skýringin á því liggur líklega
miklu fremur í því, að dómstólar virðast hafa tilhneigingu til að ljá hinni settu
jafnræðisreglu stjómarskrárinnar annað og meira gildi en stjómarskrárgjafinn
ætlaðist til, og leitt af henni jákvæðar skyldur langt umfram það, sem lögskýr-
ingargögn renna stoðum undir og stjórnskipun rfkisins gerir sjálf ráð fyrir.
5. ER HLUTVERK DÓMSTÓLA AÐ BREYTAST?
Spumingin, sem beint var til okkar á málþinginu, var sú, hvort hlutverk dóm-
stóla væri að breytast. Eins og skilja hefur mátt á framanrituðu, tel ég ekki svo
vera. Það er að minnsta kosti ljóst, að hvorki almenni löggjafinn né stjórnar-
skrárgjafinn hafa gefið nokkra heimild né nokkurt tilefni til að ætla, að það
hlutverk eigi að breytast. Ég tel því, að hlutverk dómstóla í stjómskipun ríkisins
sé og eigi í gmndvallaratriðum að vera hið sama og verið hefur, að setja niður
þrætur og binda enda á deilur manna í millum, allt eftir því sem lög standa til.
I ljósi þeirra dómsmála, sem mestur styr hefur staðið um að undanfömu, óttast
ég hins vegar, að dómstólar séu að taka sér nokkuð annað hlutverk en stjóm-
skipun okkar gerir að öðm jöfnu ráð fyrir. Og þá setja þeir ekki niður deilur
manna, heldur magna þær upp - dómur verður þá ekki endir hverrar þrætu,
heldur upphaf hatrammra deilna, sem í verstu tilvikunum eitra allt þjóðfélagið,
eins og við höfum því miður alltof mörg dæmi um upp á síðkastið.
Verði framhald á þeirri þróun, er ég hins vegar hræddur um, að stutt sé í fleiri
breytingar. Eftirlit almennra dómstóla með stjórnskipulegu gildi laga er ekki
nema í besta falli tilviljanakennt, og eftir því, sem þeim sérhagsmunahópum
fjölgar, sem sjá sér nú leik á borði að bera þær pólitísku kröfur undir dómstól-
ana, sem þeir hafa ekki fengið framgengt á þjóðþinginu, versnar staðan enn.
14 Alþt. A 1994-1995, bls. 2081.
15 Alþt. A 1994-1995, bls. 2085.
12