Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 26

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 26
aðrar nú en þær voru við gildistöku laga nr. 39/1922. Stafar það fyrst og fremst af því að kpl. hafa ekki í dag sömu ráðandi stöðu á sviði fjármunaréttarins og þau höfðu árið 1922 og lengi framan af. Síðustu áratugir hafa einkennst af mikilli grósku í lagasetningu um samningstegundir á ýmsum mikilvægum svið- um fjármunaréttarins en af því leiðir að dómstólar hafa úr meiri efnivið að moða við úrlausn ágreiningsefna á þessum sviðum en áður var. Það er því engan veginn sjálfgefið að dómstólar líti einvörðungu til nýrra kpl. þegar leysa skal úr ágreiningsefnum á ólögfestum sviðum. Hvað sem þessu líður er líklegt og jafnframt æskilegt að nýju kpl. muni sem fyrr hafa mikil og afgerandi áhrif á þróun fjármunaréttarins í framtíðinni og þá ekki hvað síst sem fyrirmynd við lagasetningu á öðrum sviðum fjármunaréttar- legra samskipta. Er það reynsla annarra þjóða, t.d. Norðmanna. Þar í landi gengu ný kpl. í gildi árið 1988 og hafa þau verið fyrirmynd við setningu laga um aðrar samningstegundir, t.d. laga um þjónustukaup (lov om handverkertjen- ester) árið 1989, laga um fasteignakaup (avhendingsloven) árið 1992 og laga um byggingu nýs húsnæðis (lov om avtalar med forbrukar om oppfpring av ny bustad) árið 1997. Sömu réttarpólitísku sjónarmiðin og búa að baki norsku kpl. eru lögð til grundvallar í þessum þremur yngri lögum og var lögð mikil vinna í að samræma efni þeirra ákvæðum kpl. Eru kpl. fyrirmynd um öll önnur atriði en þau þar sem þörf er sérlausna með hliðsjón af eðli viðkomandi samningsteg- undar.7 Af réttaröryggissjónarmiðum er æskilegt að þróunin verði á sama veg hér á landi og í Noregi og bendir margt til að svo verði. í því sambandi skal bent á að dómsmálaráðherra lagði fram á 127. löggjafarþingi frumvarp til laga um fasteignakaup (þskj. 291,253. mál). í almennum athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga segir m.a. að í dómsmálum milli aðila að kaupsamningum um fasteignir, þar sem fjallað hafi verið um ágreining um viðskiptin, hafi málatil- búnaðurinn og niðurstaðan oftast verið reist á lögum nr. 39/1922 annað hvort með löggjöfnun eða annars konar tilvísun til þeirra. Eftir gildistöku nýrra laga hér á landi um lausafjárkaup, nr. 50/2000 1. júní 2001, sé hugsanlegt að réttar- óvissan á sviði fasteignakaupa vaxi. Frumvarpið sé lagt fram í því skyni að bæta úr þeirri réttaróvissu sem uppi hafi verið og blasi einnig við að geti vaxið vegna breytinga á löggjöf um lausafjárkaup.8 I almennum athugasemdum frumvarps til fasteignakaupalaga, þar sem gerð er grein fyrir meginefni þess, segir að efni reglna í frumvapinu sé tvíþætt. í I.- VI. kafla séu ákvæði sem lúti að réttarsambandi kaupanda og seljanda. Um sé að ræða kröfuréttarlegar reglur sem einkum mæli fyrir um skyldur þeirra og hverju það varði ef þeir efna ekki þessar skyldur sínar. Séu ákvæði þessara kafla svipuð reglum laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 og sé leitast við að hafa samræmi milli reglna um sömu atriði að því leyti sem það sé heppilegt og/eða 7 Sjá nánar um þessi atriði Erling Selvig: Kjðpsrett til studiebruk, bls. 42. 8 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bis. 17. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.