Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 30
samkvæmt sérstökum lögum, sbr. t.d. ýmis ákvæði IV. kafla þjóðminjalaga nr. 107/2001. Suma hluti má ekki selja vegna skaðlegra eiginleika þeirra eða af öðrum ástæðum, t.d. fíkniefni eða heimabruggað áfengi. Samningur um kaup eða sölu á heimabruggi getur ekki öðlast lögvernd fyrir íslenskum dómstólum. Af þeim sökum er heldur ekki eðlilegt að kpl. gildi um slík kaup. Aðstaðan er önn- ur ef unnt er að fá sérstakt leyfi til þess að selja viðkomandi vöru en það leyfi er ekki fyrir hendi þegar sala fer fram. Sem dæmi má nefna það tilvik þegar kaupmaður selur vindlinga sem hefur verið smyglað inn í landið. Kpl. gilda þá um slík viðskipti en segja má að eins konar vanheimild yfir hlutnum sé til stað- ar. Samningar um sölu á raforku teljast ekki til kaupa samkvæmt því sem segir í athugasemdum greinargerðar við 1. gr. kpl. Ástæðan er sú að rafmagn er að jafnaði afhent í órofinni starfsemi og raforka verður ekki afmörkuð á sama hátt og aðrir hlutir. Svipuð sjónarmið eiga við um sjónvarpssendingar með leið- ara. Hér má segja að afhendingin sé skyldari leigu þar sem hún er órofin. Kap- alfyrirtækið er yfirleitt eingöngu miðlari merkja frá sjónvaipsfyrirtæki og að- staðan líkist því talsvert afhendingu á raforku.19 Miðlun upplýsinga með tölvutengingu er hins vegar skyldari kaupum, t.d. beinlínutenging við upplýsingabanka. Hér er um að ræða vissar upplýsingar sem pantaðar eru fyrir fram og greitt er fyrir þær, eftir atvikum með áskrift. Þessi viðskipti hafa einkum sérstöðu varðandi afhendingu hins selda en það þykir þó ekki geta valdið neinum úrslitum í þessu efni. Nefna má til saman- burðar að afhending á gasi, olíu og vatni fer fram í gegnum leiðslur en þar hef- ur þó verið talið að um kaup sé að ræða. Að því er heitt og kalt vatn varðar gilda um það sérstök lög og gjaldskrár. Sú afhending er því háð sérstökum lögum en ekki er útilokað að einstakar reglur kaupalaganna geti átt við um hana ef eðlis- rök leiða til slíkrar niðurstöðu 5. HUGTAKIÐ SKIPTI20 Eins og áður er fram komið er um skipti að ræða þegar hvor aðili um sig læt- ur hinum eign í té og eign sú er annar lætur af hendi er endurgjald fyrir eign þá er hann fær hjá hinum en hvorugur lætur peninga af hendi. Af þessu má ljóst vera að skipti sem slík falla almennt ekki undir skilgreininguna á kaupum. Kpl. gilda þó einnig um skipti, eftir því sem við getur átt, en það stafar af því að slíkt er beinlínis tekið fram í lögunum, sbr. 2. mgr. 2. gr., og var efnislega sambæri- legt ákvæði í 2. mgr. 2. gr. eldri kaupalaga. 19 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 50. í Noregi hafa verið deilur um það hvort kaupalögin þar í landi nái til sölu á raforku og vatni. Sjá Christian Fr. Wyller: Kjopsretten i et nptteskall, bls. 28. 20 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 50-51. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.