Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 46
1. INNGANGUR Réttur manna til þess að stofna félög í sérhverjum lögmætum tilgangi er verndaður í stjómarskrá og alþjóðlegum sáttmálum sem Islendingar eiga aðild að. A sama hátt er rétturinn til þess að standa utan félaga verndaður þó að sá réttur geti verið takmarkaðri, allt eftir eðli máls hverju sinni. I sumu tilliti gilda um verkalýðsfélög sérstök sjónarmið hvað þetta varðar og jafnframt njóta þau sjálfstæðrar verndar.1 Um þessi „klassísku“ efni verður ekki fjallað sérstaklega. Viðfangsefni greinarinnar er tvíþætt. Annars vegar hugleiðingar um rhlutunar- rétt dómstóla um innri málefni verkalýðsfélaga til verndar réttindum einstak- linga innan þeirra og hins vegar hvort rekstur verkalýðsfélaga geti verið háður ákvæðum samkeppnislaga og íhlutunarrétti samkeppnisyfirvalda. Fyrst verður fjallað almennt um hlutverk, stöðu og starfssvið verkalýðsfé- laga. Síðan verður nokkru nánar fjallað um íhlutunarréttinn og þau sjónarmið sem ætla má að höfð séu að leiðarljósi hér á landi. 2. HLUTVERK OG STARFSEMI VERKALÝÐSFÉLAGA Verkalýðsfélög eru félög sérstaks eðlis. Þau hafa að lögum mikilvægu hlut- verki að gegna á vinnumarkaði, í afkomu launafólks og í efnahagslífi hverrar þjóðar. Gagnvart atvinnurekendum og samtökum þeirra hafa þau heimild, en jafnframt skyldu, til sameiginlegrar samningsgerðar (kjarasamningsgerðar) um starfskjör launafólks og jafnframt heimild til þess að beita valdi (verkföllum) til þess að þvinga fram lögmætar kjarakröfur. Hefðbundin starfsemi verkalýðsfé- laga miðar því að því að treysta afkomu og öryggi launafólks og skiptir um leið efnahag fyrirtækja og þjóðarbús miklu. Um verkalýðsfélög gilda iög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. í 1. gr. þeirra segir: „Rétt eiga menn á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasam- bönd í þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstétt- arinnar og launtaka yfirleitt“. Hvað nákvæmlega felst í þessu ákvæði er ekki út- skýrt en í greinargerð með lögunum segir að um sé að ræða rétt til þess að „gæta hagsmuna þeirra manna, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að selja vinnu sína gegn ákveðnu kaupgjaldi“.2 Af lögunum í heild er augljóst að þeir hagsmunir sem rætt er um í 1. gr. eru fólgnir í réttinum til þess að semja sameiginlega um kaup og kjör og beita í því ferli þeim þvingunarúrræðum sem lögin geyma. Þessir hagsmunir eru þó ekki þeir einu sem lögin vemda. Af 1. mgr. 5. gr. lag- anna sést að kjarasamningsrétturinn er einungis eitt þeirra hlutverka sem verka- 1 Sjá t.d. dr. Gunnar G. Schram: Stjómskipunarréttur. 2. útg., Háskólaútgáfan, Reykjavík 1997, bls. 588-600; próf. Bob Hepple: Rétturinn til að mynda og ganga í stéttarfélög eða standa utan við þau. Strassbourg 1993. (Birt með leyfi höfundar í 9. tbl. 17. árg. fréttabréfs ASÍ); próf. Sheldon Leader: Félagafrelsi, vinnumálalöggjöf og þarfir lýðræðissamfélags. Strassbourg 1993. (Birt með leyfi höfundar í 9. tbl. 17. árg. fréttabréfs ASÍ). 2 Álit vinnulöggjafamefndar ásamt frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur. Atvinnumálaráðu- neytið, Reykjavík 1938, bls. 86. 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.