Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Síða 48
lýðsfélögin stjórna ýmist ein eða í samvinnu við atvinnurekendur. Af þeim
ástæðum hefur lífeyrissjóðum launafólks verið sniðinn stakkur í lögum enda
mynda þeir einn horsteinanna í lífeyris- og tryggingakerfinu auk þess að vera
áhrifaaðilar á fjármálamarkaði. Þessi sérstaða getur einnig kallað fram viðbrögð
af hálfu einkafyrirtækja sem talið geta starfsemi verkalýðsfélaganna og ráð-
stöfun sjóða þeirra ógna stöðu sinni á samkeppnismarkaði eða koma í veg fyrir
að þau komist á eðlilegan hátt inn á tiltekinn markað eins og t.d. lífeyris-
markaðinn.
Rúm 85% launafólks á aðild að verkalýðsfélögum hér á landi.6 Þessi mikla
aðild ásamt sterkri fjárhagsstöðu, breyttum áherslum og þörfum félagsmanna
hefur á síðustu árum breikkað starfsvettvang verkalýðshreyfingarinnar. Þetta
hefur gerst á sviði orlofs- og ferðamála, t.d. með kaupum og leigu orlofshúsa
og tjaldvagna og á sviði tryggingamála, t.d. með rýmkun á bótarétti úr sjúkra-
sjóðum verkalýðsfélaganna og með kaupum á hóptryggingum. Báðir þessir
þættir byggja á ákvæðum kjarasamninga um tiltekin starfskjör (greiðslur at-
vinnurekenda til sjúkra- og orlofssjóða)7 sem samkvæmt beinni orðskýringu á
2. mgr. 2. gr. samkeppnislaga nr. 8/19938 (SKL) eru undanþegin ákvæðum lag-
anna. M.a. þessir þættir í starfsemi verkalýðsfélaganna geta skarast við starf-
semi einkafyrirtækja sem á hinn bóginn lýtur SKL.
Innan verkalýðsfélaganna getur komið upp ágreiningur um starfsemi þeirra
og einstök verkefni sem ákveðið er að vinna að. Þegar „venjuleg“ félög eiga í
hlut hefur hver félagsmaður sem ekki vill sæta ákvörðun meirihlutans rétt til
þess að yfirgefa félagið telji hann það ekki þjóna áhugamálum sínum eða hags-
munum. Engum dylst hins vegar að hverjum vinnandi manni er mikilvægt að
vera í verkalýðsfélagi, geta notið þjónustu þess og sjóða auk þess að njóta
verndar kjarasamninga. Markmiðum, starfsemi og umsvifum verkalýðsfélaga
þarf því að skipa með tilliti til þessara þátta og þá þannig að ágreiningur um
starfsemina, þegar lögbundinni og eða hefðbundinni hagsmunagæslu sleppir,
leiði ekki til þess að hópar launafólks telji sig nauðbeygða til þess að standa
utan verkalýðsfélaga.
Núningsfletirnir geta því í fyrsta lagi verið við stjómvöld, í öðm lagi við
ýmis fyrirtæki í rekstri og þjónustu og í þriðja lagi við félagsmenn verkalýðsfé-
laganna sjálfra. Komi upp alvarlegur ágreiningur þarf úr honum að leysa. í
6 Vinnumarkaður 1998. Hagstofa íslands. Nóvember 1999, bls. 173-174.
7 Sjá t.d. 10. kafla kjarasamnings milli Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Samtaka atvinnulífs-
ins um 1% og 0,25% af iðgjöldum til sjúkra- og orlofssjóðs félagsins, sbr. og 6. gr. 1. nr. 55/1980
þar sem segir: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi
stéttarfélaga iðgjöld þau, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni, og sam-
kvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina. Atvinnurekanda er skylt að halda eftir af launum
starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar
greina".
8 2. mgr. 2. gr. 1. nr. 8/1993: „Lögin taka ekki til launa eða annarra starfskjara launþega samkvæmt
kjarasamningum".
42