Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 49
þeim köflum sem hér fara á eftir verður umfjöllunin takmörkuð við tvö efni. Annars vegar hvort dómstólum sé almennt heimilt að hlutast til um ákvarðanir og innri málefni verkalýðsfélaga til verndar réttindum einstaklinga sem telja verkalýðsfélagið brjóta gegn sér með löglega teknum meirihlutaákvörðunum og hins vegar hvort samkeppnisyfirvöld geti á grundvelli samkeppnislaga átt íhlut- unarrétt um starfsemi verkalýðsfélaga til verndar samkeppnislegum hagsmun- um fyrirtækja í rekstri og þjónustu. Um þetta verður nú fjallað. 4. ÍHLUTUNARRÉTTUR DÓMSTÓLA 4.1 Aðal- og aukamarkmið. Almennt um aðgreiningu þeirra Ein leið til að nálgast niðurstöðu um íhlutunarrétt dómstóla í innri málefni og skipulag verkalýðsfélaga, mörk hans og umfang þegar árekstur verður milli verkalýðsfélags og einstakra félagsmanna, er að skipta markmiðum verkalýðs- félaga í aðal- og aukamarkmið og meta íhlutunarréttinn út frá því hvort þeirra eigi í hlut. Hefðbundið er þá að aðalmarkmið verkalýðsfélaga séu skilgreind sem þau markmið sem þjóni hagsmunum félagsmanna sem launafólks. Aðalmarkmið séu bundin við vinnusamband félagsmanna eða stöðu þeirra sem launafólks og ekki önnur. Dæmi um skýr aðalmarkmið eru ákvæði kjarasamninga um lág- markslaun og veikindarétt. Aukamarkmið séu þá þau markmið sem ekki eru með jafn ótvíræðum hætti tengd stöðu félagsmanna sem launafólks en geta engu að síður tilheyrt einstaklingsbundnum eða sameiginlegum hagsmunum launafólks. Dæmi um það gætu verið kaup verkalýðsfélaga á heimilishóptrygg- ingum fyrir félagsmenn. Eigi aðalmarkmið í hlut er talið að íhlutunarréttur sé ekki fyrir hendi. Eigi aukamarkmið á hinn bóginn í hlut er talið að til staðar sé takmarkaður og þröngt skýrður ínlutunarréttur. Rökin fyrir þessari kenningu um aðgreiningu aðal- og aukamarkmiða og mismunandi íhlutunarrétti dómstóla byggðum á þeim byggjast fyrst og fremst á sérréttindum og sérstöðu verkalýðs- félaga. Hún sé réttlætanleg með því mikilvæga hlutverki sem verkalýðsfélögin gegni við gerð kjarasamninga og framkvæmd þeirra, við ákvarðanatöku og undirbúning mála í opinberri stjómsýslu og almennt þar sem hagsmuna launa- fólks er að gæta. Þannig veiti verkalýðsfélögin félagsmönnum sínum mikil- væga aðstoð og geti haft afgerandi áhrif á réttarstöðu þeirra. Þess vegna sé mikilvægt fyrir allt vinnandi fólk að vera félagsmenn í verkalýðsfélögum og geta verið það án tillits til stjómmálaskoðana, trúarviðhorfa o.þ.h. Af þessum ástæðum og til þess að varðveita frið um hlutverk og stöðu verkalýðsfélaga er því haldið fram að verkalýðsfélög njóti einungis sérstöðu sinnar og vemdar gegn íhlutun dómstóla þegar þau vinni að aðalmarkmiðum sínum en þegar þeim sleppi standi þau jafnfætis öðmm félögum. Jafngild rök má færa gegn íhlutunarrétti dómstóla hvort sem um er að ræða starfsemi að aðal- eða aukamarkmiðum. Þau rök eru fyrst og fremst að sjálf- stæði og sérstaða verkalýðsfélaga, sem einnar af mikilvægari stoðum lýðræðis- 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.