Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Side 56
an virðist það vera skilyrði þess að starfsemi teljist atvinnustarfsemi að einhver
eða einhverjir hafi atvinnu við hana, þ.e. hafi framfærslu af starfseminni alveg
eða að hluta. Samkvæmt þeim skilningi liggur beint við að telja starfsemi
verkalýðsfélaga atvinnustarfsemi í skilningi SKL enda hefur nokkur hópur
fólks þar atvinnu.
í 2. mgr. 4. gr. SKL28 er einu skilyrði bætt við þessa skilgreiningu og tiltekið
að versla verði eða sýsla gegn endurgjaldi til þess að starfsemi teljist vera
atvinnustarfsemi. Ekki breytir þetta skilyrði fyrrgreindri niðurstöðu um að
starfsemi verkalýðsfélaga sé atvinnustarfsemi enda er öll þjónusta þeirra kostuð
af félagsgjöldum, þ.e. innt af hendi gegn endurgjaldi félagsmanna ellegar kost-
uð úr sjóðum sem stofnað hefur verið til í kjarasamningum og áður hafa verið
nefnd dæmi um.
Ofanrituð bein skýring á ákvæðum 2. gr., sbr. 4. gr. SKL, er ekki alls kostar
fullnægjandi. í greinargerð með 4. gr. SKL er greinin ekki talin þarfnast
skýringa en langur vegur er frá því að það sé rétt, a.m.k. hvað verkalýðsfélög
og starfsemi þeirra varðar. í ljósi EES-samkeppnisréttarins getur hún jafnframt
verið beinlínis röng þegar kemur að starfsemi verkalýðsfélaga, samtaka þeirra
og sjóða, þó að þjónusta þeirra veiti atvinnu og sé innt af hendi gegn end-
urgjaldi. EES-samkeppnisrétturinn varpar ljósi á það en skýra verður íslensk
samkeppnislög til samræmis við hann.
5,3 EES-samkeppnisréttur
Hugtakið fyrirtæki er skilgreint í EES-rétti með nokkuð öðrum áherslum en
gert er í SKL. Dómar ED skipta hér verulegu máli.29 Þar hefur hugtakið m.a.
verið skýrt þannig að fyrirtæki sé „hver sá aðili sem er aðili að fjárhagslegri
starfsemi óháð formi eignarhalds eða því hvernig starfsemin er fjármögnuð11.30
28 Sjá neðanmálsgrein 23.
29 Skv. lögum nr. 13/1993 um Evrópska efnahagssvæðið (EES) ber íslenskum dómstólum að skýra
íslensk lög til samræmis við EES-samninginn en í 3. gr. iaganna segir: „Skýra skal lög og regíur,
að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum
byggja“.
I 6. gr. EES-samningsins segir síðan m.a.: „Með fyrirvara um þróun dómsúrlausna í framtíðinni ber
við framkvæmd og beitingu ákvæða samnings þessa að túlka þau í samræmi við úrskurði dómstóls
Evrópubandalaganna sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirritunardag samnings
þessa“. Skv. þessu tilheyra EES-réttinum dómsúrlausnir Evrópudómstólsins frá því fyrir gerð
samningsins um EES. Um dómsniðurstöður eftir það og samræmda túlkun í ES- og EES-rétti segir
síðan m.a. í 105. gr. samningsins um EES: „Sameiginlega EES-nefndin skal stöðugt hafa til
skoðunar þróun dómsúrlausna dómstóls Evrópubandalaganna og EFTA-dómstólsins sem kveðið er
á um í 2. mgr. 108. gr. í þessum tilgangi skal senda dóma þessara dómstóla til sameiginlegu EES-
nefndarinnar sem skal gera ráðstafanir til að varðveita einsleita túlkun á samningnum".
30 ED nr. C-41/90 Höfner og Elser gegn Macrotton, C-41/91, bls. 1979. í textanum hér að ofan hef
ég þýtt eftirfarandi skilgreinungu dómstólsins: „every entity engaged in an economic activity,
regardless of the legal status of the entity and the way in which it is fmanced". I þessu máli var
þýska miðlunin Bundesanstalt fiir Arbeit (BA) talin vera fyrirtæki í skilningi Evrópuréttarins en BA
hafði að lögum einkarétt til vinnumiðlunar.
50