Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 59
vinnurekenda. ED segir í þeim dómi að meta verði út frá Pouchet og Federation Francaise dómunum hvort sá sjóður sem tekist var á um í Brentjen 's verði tal- inn fyrirtæki eða ekki. Tiltekin eru eftirtalin atriði um starfsemi hans: a. Sjóðurinn ákveður sjálfur iðgjöld og lífeyri. b. Sjóðurinn er söfnunarsjóður. c. Lífeyrir, sem sjóðurinn greiðir, ræðst af ávöxtun hans og sætir eftirliti [fjármálaeftirlitsins] hvað það varðar eins og tryggingafélag. d. Sjóðnum er skylt að veita fyrirtækjum undanþágu frá skylduaðild og greiðslu ef annar lífeyrissamningur gefur a.m.k. sömu réttindi ef annars vegar hefur til hans verið stofnað innan tiltekins tíma eða ef greiddar eru bætur til skyldutryggingasjóðsins við brotthvarf úr honum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lífeyrissjóðurinn væri fyrirtæki í skilningi 81. gr. Rs37 og í samkeppni við almenn tryggingafélög. Það að sjóð- urinn væri ekki rekin í hagnaðarskyni og byggði á samtryggingu breytti ekki þeirri niðurstöðu. Síðan segir hann að án efa geri hin félagslegu markmið, sam- tryggingin og takmarkanir í fjárfestingu, sjóðinn ekki eins samkeppnishæfan og almenn tryggingafélög. Þótt það komi ekki í veg fyrir að sjóðurinn verði talinn fyrirtæki geti það engu að síður réttlætt að honum séu veitt ákveðin sérstök rétt- indi til að annast um viðbótarlífeyriskerfi,38 m.a. að vinna á grundvelli skyldu- aðildar sem ákveðin sé í kjarasamningum og staðfest af stjórnvöldum sem að jafnaði myndi stangast á við almennar samkeppnisreglur en það hefur m.a. ver- ið gert hér á landi og tíðkast víða. 5.4 Niðurstaða Þegar litið er heildstætt á íslenskar og evrópskar samkeppnisreglur má draga þá ályktun að verkalýðsfélög og félagslegir sjóðir þeirra og önnur félög, sem sinna félagslegu hlutverki þessara aðila, geti, að tilteknum skilyrðum uppfyllt- um, talist vera fyrirtæki í atvinnurekstri í merkingu samkeppnisréttarins. Það er sem sagt ekki félagsformið sem ræður því hvort verkalýðsfélög og þau félög, sem rækja hlutverk þeirra, verði talin fyrirtæki í skilningi samkeppn- islaga heldur grundvöllur, markmið, eðli og uppbygging starfseminnar. Þannig getur starfsemi verkalýðsfélaga við ákveðin skilyrði verið háð þeim reglum sem SKL setja og um leið íhlutunarrétti samkeppnisyfirvalda. Skoða þarf af ná- kvæmni hvert tilvik fyrir sig. 6. LOKAORÐ Hér að framan hefur aðeins lítillega verið tæpt á tveimur þáttum í margslung- 37 Sjá neðanmálsgrein 33. 38 ED nr. C-115/97 tl. 86. 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.