Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Page 69
valdi og skilríki fyrir því að skilyrðum 8. gr. fyrir viðurkenningu og fullnustu
sé fullnægt ef ákvörðun hefur verið tekin að varnaraðila fjarstöddum. Enn frem-
ur skal fylgja vottorð þess efnis að ákvörðunin sé fullnustuhæf í upphafsríkinu.
Telja verður nægjanlegt að upplýsingar samkvæmt 1. mgr. komi fram áður en
mál er tekið til úrskurðar sé þeirra ekki getið í aðfararbeiðni. Vanræksla á þessu
myndi þó ekki leiða til synjunar á innsetningargerð. Á hinn bóginn er afar brýnt
að skilyrðum 2. mgr. sé fullnægt en ella ber að synja um gerðina.
I 15. gr. laganna er tilgreint hvaða upplýsingar skuli koma fram í beiðni á
grundvelli Haagsamningsins og hvaða gögn skuli fylgja beiðni. Við meðferð
slíkra afhendingarmála getur héraðsdómari enn fremur ákveðið, sé þess kostur,
að leggja skuli fram yfirlýsingu frá viðkomandi upprunaríki um að ólögmætt
hafi verið að fara með bam eða halda því, sbr. 3. mgr. Hæstiréttur neytti þessa
úrræðis í Spánarmálinu og byggði niðurstöðu sína að verulegu leyti á álitsgerð
spænskra yfirvalda þess efnis að flutningur móður á tveimur bömum til íslands
hefði verið brot á forsjárrétti föður í skilningi 1. töluliðar 5. gr. Haagsamnings-
ins sem faðirinn nyti samkvæmt spænskum lögum og skilnaðarsamningi aðila
svo og að brottflutningurinn hefði verið ólögmætur eftir ákvæði 1. töluliðar 1.
mgr. 3. gr. samningsins. Þar sem engir þeir annmarkar voru á álitsgerðinni sem
valdið gætu því að íslenskum dómstólum bæri að hafna að leggja hana til
grundvallar í þessum efnum taldi Hæstiréttur óhjákvæmilegt að líta svo á að um
ólögmætan brottflutning hefði verið að ræða. Svipaðar röksemdir voru fyrir
hendi í dómi Hæstaréttar 6. desember 2000 í máli nr. 399/2000. Samkvæmt
16. laganna skal meðferð afhendingarmála hraðað svo sem unnt er. Hafi ekki
verið tekin ákvörðun um afhendingu samkvæmt Haagsamningnum innan sex
vikna frá því að beiðni barst frá héraðsdómi skal dómurinn samkvæmt beiðni
frá gerðarbeiðanda gera grein fyrir ástæðum þess. Evrópusamningurinn hefur
ekki hliðstætt ákvæði um tímafresti. Eftirlitsnefnd með framkvæmd samnings-
ins hefur þó gert samhljóða ályktun þar sem mælt er með því að ákvörðun sé
tekin innan sex vikna frá því að beiðni barst móttökustjórnvaldi. Ákvæðið ber
að skilja svo að hafi viðkomandi dómstóll eða stjórnvald ekki komist að niður-
stöðu innan sex vikna frá þeim degi er meðferð máls hófst, væntanlega hjá mót-
tökustjórnvaldinu, eigi gerðarbeiðandi eða móttökustjórnvald í upphafsríkinu
rétt á því að gerð verði grein fyrir ástæðum tafar. Eins og dómstólaskipan er
háttað hér á landi verður að ætla að það sé héraðsdómur sem almennt eigi að
komast að niðurstöðu innan sex vikna frá því að beiðni barst frá upphafsríkinu
hvort heldur sem hún berst dóminum beint eða fyrir milligöngu dómsmálaráðu-
neytisins.
Reglan um skjóta málsmeðferð er einnig tryggð með ákvæðum aðfararlaga
nr. 90/1989, sbr. 1. mgr. 12. gr., þar sem fram kemur að héraðsdómari skuli taka
aðfararbeiðni til athugunar svo fljótt sem við verður komið og 20. gr. laganna
þar sem segir að sýslumaður skuli ákveða svo fljótt sem við verður komið hvar
og hvenær aðför fari fram.
Ekki verður annað séð en íslenskir héraðsdómstólar hafi staðið sig fremur vel
63