Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 73

Tímarit lögfræðinga - 01.02.2002, Qupperneq 73
drengsins á þeim grundvelli að ákvörðun Áfrýjunardómstólsins í París frá 4. júlí 2001 væri augljóslega í andstöðu við grundvallarreglur íslenskra laga um rétt- arstöðu fjölskyldna og bama. Þar sem föður drengsins tókst ekki að færa sönnur á að slíkar ástæður væru fyrir hendi og ekkert þótti fram komið í málinu sem benti til þess að málsmeðferð og ákvörðun áfrýjunardómstólsins bryti í bága við grundvallarreglur íslenskra laga var fallist á kröfu móður um afhendingu drengsins. I ljósi þessa breytti engu við úrlausn málsins þótt drengurinn, þá tæplega 10 ára gamall, hefði í viðtali við sálfræðing og dómara lýst eindregnum vilja sínum til að búa hjá föður á íslandi og að sú þrá hefði að mati sálfræðings- ins virst bæði einlæg og sterk. Þá hefur eitt mál verið sent héðan á grundvelli Evrópusamningsins. Það mál varðar erindi móður, búsettrar á íslandi, sem fer með bráðabirgðaforsjá barns sem fætt er 1999 en faðir fór með bamið til Frakklands. Málið var sent undir- rétti í Lille í Frakklandi þar sem úrskurður gekk í málinu 12. október 2001 á þann veg að föður var gert að skila baminu til móður. Málið sætti kæm til áfrýj- unardómstóls í Frakklandi en mér er ekki kunnugt um endanlegar lyktir þess. 6.3 Nánar um Haagsamninginn Eins og rakið er í kafla 4.3 skuldbindur Haagsamningurinn móttökuríki til að hlutast til um að bami, sem flutt er með ólögmætum hætti til þess ríkis eða er haldið þar, verði skilað til uppmnarikis þar sem bamið átti búsetu rétt áður en hin ólögmæta athöfn hófst, sbr. 11. gr. laga nr. 160/1995. Með afhendingu er ekki tekin afstaða til þess hver sé réttmætur forsjáraðili viðkomandi barns heldur er á því byggt að úr þeirri spumingu verði skorið í upprunaríkinu, þ.e. því samningsríki sem á lögsögu um málefni bamsins. Við úrlausn afhendingar- mála á grandvelli Haagsamningsins gilda þó rýmri heimildir fyrir dómstóla til að synja um gerð en samkvæmt Evrópusamningnum. Em þær heimildir til- greindar í 12. gr. laga nr. 160/1995 en líkt og með undanþágureglur 7. gr. ber að skýra ákvæði 12. gr. þröngt og hvílir sönnunarbyrðin á þeim sem bera vill fyrir sig að einhver þau skilyrði séu fyrir hendi. Lagagreinin hljóðar svo: Heimilt er að synja um afhendingu bams ef: 1. meira en eitt ár er liðið frá því að bamið var flutt á brott eða hald hófst þar til beiðni um afhendingu er móttekin hjá héraðsdómi, enda hafi barnið aðlagast nýj- um aðstæðum, 2. alvarleg hætta er á að afhending muni skaða bamið andlega eða líkamlega eða koma því á annan hátt í óbærilega stöðu, 3. barnið er andvígt afhendingu og hefur náð þeim aldri og þroska að rétt sé að taka tillit til skoðana þess, eða 4. afhending er ekki í samræmi við grundvallarreglur hér á landi um vemdun mann- réttinda. Frá frá því að ísland gerðist aðili að Haagsamningnum 14. ágúst 1996, með gildistöku 1. nóvember sama ár, hafa fimmtán beiðnir um afhendingu barna 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.